Eimreiðin - 01.04.1958, Page 60
132
EIMREIÐIN
Þegar þessi leið er farin, er komið í botn Hvanngils, sem
raunar er öllu fremur dalverpi en gil. Þar er töluverður gróð-
ur og ágætir hagar, þótt engin sé þar nú hvönnin. Riðuni
við ofan eftir dalverpinu og tjölduðum frammi á kvíslarbökk-
unum, en slepptum hrossunum á graslendið fyrir innan.
Nokkru framar við mynni dalsins í hraunjaðri er leitarmanna-
kofi Rangæinga, en þar í kring eru hagar minni og lítið að-
hald fyrir hross. Hvanngil er hins vegar umgirt hálsum. Að
vestan er Ófæruhöfði, sem smáhækkar inn með gilinu, og
heitir Ófæra hæsti hnúkur hans inn af botni gilsins. Að aust-
anverðu eru Hvanngilshnausar. Er hin furðulega lögun þeirra
ef til vill orsök einhverra þeirra kynjasagna, sem um Hvann-
gil ganga. Standa upp úr þeim móbergstindar, mótaðir af
vatni og vindi í tröllslegar myndir, sem þruma yfir gilinu
og gefa staðnum ævintýralegan blæ. Ekki fórum við alveg
varhluta af undrum Hvanngils, því að nokkru eftir sólsetui'
skall á niðadimm þoka. Virtust þá klettarnir kvikir af H£i-
En samspil ótal lækjarsytra, sem barst framan úr dalnum, var
sem ómur fjarlægra radda eða dularfullt pískur í öræfakyrrð-
inni. Á áliðinni nóttu þóttumst við heyra hrossin fara fratn
hjá tjöldunum niður dalinn og óttuðumst við, að komið væri
strok í þau. Varð þó lítið að gert fyrir þoku. En er dagaði,
létti skyndilega þokunni, og kom þá í ljós, að hrossin höfðu
öll verið hin spökustu fyrir innan okkur. Voru þau nú sott
og búizt til brottferðar. Yfirgáfum við svo Hvanngil á leið
til byggða, og þótti sumum okkar við ekki hafa dvalið exn
í dalnum þá nótt.
Úr Hvanngili er um ýmsar leiðir að ræða, þegar haldið e’
til byggða. Þannig má fara um Sátubotna og Launfit, sunnan
Laufafells og Rangæingaveg, unz komið er að efstu bæjuiu
á Rangárvöllum. Eins má fara nokkuð skemmri veg sunnan
Torfavatns, yfir Markarfljót á Króknum og um Reiðskarð ,l
áðurnefnda leið hjá Hungurskarði. Enn má fara yfir Markat'
fljót vestan Hattfells og þaðan niður um afrétti Fljótshh'ð'
inga allt til byggða. Syðsta leiðin er suður með Mýrdalsjökh
og niður í Þórsmörk. Þessi leið er lítt kunn, enda sjaldan
farin af ferðamönnum. Þó telur Daniel Bruun hana naec
fjallvegum í leiðarlýsingum sínum, þótt hann afráði að vis”