Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Page 63

Eimreiðin - 01.04.1958, Page 63
EIMREIÐIN 135 þrungið ofan í tröllsleg gljúfur og hvarf svo enn á ný í ólg- andi svelg um jökulgöng fram á aurana hið neðra. Slík voru upptök Syðri-Emstruár, enda sólbráð mikil þennan dag. Hvergi virtist frýnilegt að ferðast þarna um með hesta. Þar sem áin var bráðófær, var vart um annað að ræða en freista þess að komast fyrir hana á jökli. Teymdum við því klárana niður jaðaröldurnar, riðurn yfir nyrztu kvísl árinnar og héld- um þaðan upp á jökulsporðinn. Ekki reyndist yfirborð jökuls- ins álitlegt yfirferðar, er við tókum að fika okkur áfram með- fram svörtum sandkeilum, yfir smásprungur og farvegi leys- ingarvatnsins, sem rennur eftir yfirborðinu. Til þess að kom- ast fyrir upptök meginkvísla Emstruár þurfti að krækja fyrir tvær háar öldur, er stóðu fram úr skriðjöklinum og skiptu honum í þrjár greinar. Tókst okkur allgreiðlega að koma hrossum og farangri upp fyrir nyrðri ölduna, en þaðan reynd- ist jökullinn svo sprunginn, að ekki voru tiltök að halda áfram upp fyrir syðra jökulfellið, sem virtist þó nauðsynlegt að komast fyrir, þar sem syðsta kvíslin virtist koma sunnan Hndan því. Sáum við fram á það, að annaðhvort yrðum við að halda á hájökulinn eða freista þess að komast af jökul- álmunni og finna fært vað á kvíslinni. Eftir alllanga leit að færum vegi hélt lestin af stað niður miðálmu jökulsins. Var þar allbratt niður að fara, en þó gátu hrossin fótað sig á árs- gömlum snjó, sem skeflt hafði upp á jökuljaðarinn norðan- verðan. Þegar að fremstu brún hans kom, varð fyrir kvik- syndis aurbleyta, þar sem jafnvel stórir grjóthnullungar voru 'A floti í elgnum og sukku undan fótum manns. Yfir þetta forað reyndist þó fært eftir lækjarfarvegi nokkrum, sem rann þarna af jöklinum, og eftir honum komumst við í grjóturð- ina fyrir neðan. Héldum við nú um þennan grjótruðning neðan undir fremra fellinu og komumst síðan án nokkurra vandkvæða yfir syðstu kvísl Emstruárinnar, sem reyndist þó ein sér. allnæg til þess að vera farartálmi, hvað þá heldur Emstruáin öll, sem þó kvað stundum vera reið nokkru ofan við gljúfrin. Hlýtur hún þó alltaf að vera illt vatn yfirferðar, því að þaðan kemur drjúgur hluti af vatnsmagni Markar- Hjóts. Er hún þó lítt kunn almenningi, og getur Þorvaldur Thoroddsen hennar hvergi, er hann telur upp hliðarár Mark-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.