Eimreiðin - 01.04.1958, Side 64
136
EIMREIÐIN
arfljóts í lýsingu sinni af landinu. Framan við jökulinn voru
víða skvompur í aurinn og jökulker, sem gerðu leið okkar
enn torfærari. Voru bleytur á milli þeirra, en barmar ótryggir
og urðin því öll viðsjál yfirferðar. Um þessar torfærur hlykkj-
aðist lestin áfram hægt og sígandi fram auraria, þar til komið
var á Emstrufitjar. Rennur þar tær lækur í ána rétt fyrir
ofan gljúfrin, og þar eru nokkrir hagar fyrir hesta, svo að
þar má hafa næturstað. í gljúfrum Emstruár og einnig með
Markarfljóti, allt niður undir Þórsmörk, má sjá allþykk liraun-
lög, sem máski eru komin austan frá Eldgjá og hafa runnið
þarna suður á svipaðan máta og stóru Þjórsárhraunin frá
Fiskivötnum, og hefur jökullinn þá allur verið minni. Á ein-
um stað sunnan undir jöklinum sér á hraunbrún þessa, og er
jökulruðningur undir sem ofan hennar. En þarna hafa jarð-
fræðingar ferðazt lítið um, og ókunnugt er mér um skráðar
rannsóknir þaðan. Eitt er víst, að hafi þessi leið verið fjöl-
farin á söguöld, hefur Syðri-Emstruáin verið vatnsminni eða
ekki runnið eins þröngt og hún gerir nú og jökullinn verið
töluvert minni. Á seinni hluta miðalda kann hann að hafa
gengið allt fram undir gljúfrin, en er nú aftur á hröðu und-
anhaldi. Má greina það af jökulportum, sem nú liggja uffi
ís afskorinn frá aðaljöklinum. Einnig telja kunnugir, að
jökulfellin tvö hafi verið hulin jökli fyrir nokkrum árum-
Eftir að hafa áð á Emstrufitjum skamma stund og hvílt okk-
ur eftir amstrið á jöklinum, lögðum við upp með læknum a
ás þann, er Langháls heitir og er í innstu leitum Vestur-Ey-
tellinga, en afréttur þeirra milli Syðri-Emstruár og Þröngár
lieitir Almenningur. Fórum við framan við hálsinn, en krækt-
um því næst inn fyrir gilin að sunnan, sem eru brött með
skörpum hraunbrúnum. Mun fremra gilið heita Bjórgil, en
hið innra Þvergil. Er þá Ulhöfuð á vinstri hönd og liggur
þar upp undir jöklinum. Þaðan héldum við vestan í háum,
rauðleitum eldgíg, er Fauski heitir, og að Ljósá. Inn af Ljós-
árbotnum sér á annan eldgíg uppi undir jökli. Heitir þar
Laki, en Lakaflatir sléttlendið vestur af ánni. Meðfram Ljósá
liggja hraun, sem ekki virðast ýkjagömul og eru sennilega
komin úr áðurnefndum eldgígum. Eru þau af sumum talin
hafa runnið á árunum 1300 til 1350. Hafa jökulhlaup síðar