Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Page 75

Eimreiðin - 01.04.1958, Page 75
/'■ STEFAN ZWEIG VERÖLD SEM VAR SJÁLFSÆVISAGA Stefan Zweig er tvímælalaust snjallasti og víðkunnasti listamað- ur þeirrar bókmenntagreinar, sem mjög hefur kveðið að á síðari áratugum og náð miklum vinsældum: hinnar sálfræðilegu sagn- ritunar í listrænum búningi. Slík sagnaritum er aðeins á skálda færi, enda var Stefan Zweig ágætt ljóðaskáld, samdi nokkrar frá- bærar smásögur og eina langa skáldsögu, mikið listaverk. En þær bækur, sem halda munu nafni hans lengst á lofti, eru þó ævisög- ur hans. Af þeim má nefna bækurnar um Balzac, Erasmus frá Rotterdam, Fouché, Magellan, Maríu Stúart og Maríu Antoinette. Fjórar hinar síðastnefndu hafa allar verið þýddar á íslenzku, enda hefur Stefan Zweig verið lesinn hér á landi framar flestum öndveg- ishöfundum þessarar aldar. Ágætast allra rita Zweigs er þó ef til vill sjálfsævisaga hans, Veröld sem var (Die Welt von gestern), sem nú kemur í íslenzkri þýðingu. Þar er af mikilli snilld brugðið upp ógleymanlegum myndum úr sögu Evrópu i friði og stríði, allt frá siðustu áratugum 19. aldar og fram á daga heimsstyrjaldarinnar síðari. í bókinni lýs- ir höfundur af frábærri skarpskyggni og næmleik ýmsum fremstu skáldum og andans mönnum sinnar kynslóðar, er hann hafði af meiri og minni kynni. Eru í þeim hópi Hugo von Hofmannshtal, Rainer Maria Rilke, Gerhart Hauptmann, Theodor Herzl, Sig- mund Freud, Romain Rolland, Émile Verhaern, Auguste Rodin, Maxim Gorki, Richard Strauss, Bernhard Shaw, H. G. Wells, James Joyce og ýmsir fleiri. Bókin er tvímælalaust í röð ágætustu minningarita, sem samin hafa verið á þessari öld. Halldór J. Jónsson og Ingólfur Pálmason hafa íslenzkað bók- ina og leyst það torvelda verk vel af hendi. Bókaútgáfa MennináarsjóSs ^____________________________________J

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.