Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 30
14
EIMREIÐIN
Gunnar: Það er sök séi' að hætta að borða, eí maður gæti
hætt að hugsa um leið.
Þórdís: Hvar eru þeir nú, þessir mektarmenn, sem þú kall-
ar vini þína? Áttu ekki skilding hjá neinum þeirra?
Gunnar: Enginn étur peninga, Þórdís. Höndlanin er lok-
uð í allan vetur, og Langabúðin læst.
Þórdis: Þú hefur alla ævi þína afskrifað bækur. En hvers
virði er nú frægð þín og aðdáun mannanna?
Gunnar: Það hefur aldrei komið í liug mér fyrri, að bæk-
ur væru liégómi.
Þórdís: Það er allt hégómi nú, sem ekki er hægt að leggja
sér til munns.
Gunnar: Ef það væri ég einn, sem væri svangur, myndi ég
lofa guð.
Þórdis: Höskuldur litli grét af hungri í dag.
Gunnar: Ég hafði af fyrir honum í kvöld með því að sýna
honurn mvndirnar einu sinni enn.
Þórdis: Þú heldur ekki í honum lífinu með bók.
Gunnar: Það ljómuðu í lionum augun, þegar ég sagði lion-
um sögurnar.
Þórdis: Hvað ætlarðu að gera, þegar augun í honum rnissa
ljómann?
Gunnar: (Þegir.)
Þórdis: Á kotið að verða 1 íkkista okkar allra? Eða eigum
við að brjótast út, áður en hungrið kviksetur okkur?
Gunnar: Ertu fær um að fara á vergang, Þórdís? Það er
sárt að yfirgefa heimili sitt og leita á náðir mannanna.
Þórdís: Spurðii ekki um mig. Spurðu um drenginn.
Gunnar: Getum við borið hann?
Þórdis: Hann er ekki þungur. En því.meir sem hann létt-
ist, því þyngri verður hann.
Gunnar: Það er kalt fyrir litla barnsfætur að ganga um
freðna jörð.
Þórdís: Hann verður að fá skó. Ekki gengur hann berfætt-
ur yfir fjöll og lieiðar Austurlands. í dag lá við, að ég gerði
honum skó úr eina skinninu, sem til er á bænum.
Gunnar: Ég veit ekki til, að það sé ein einasta skinnpjatla
á bænum.