Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 102
86
EIMREIÐIN
hrings lampahlífarinnar á hálffullt vatnsglas. En líkami Lúð-
víks lá enn í myrkri, líkami hans, sem fann til þjáninga,
er hún þekkti ekkert til. Hún beygði sig yfir hann og brá
hendi sinni óttaslegin á andlit honum, sem sneri til veggjar.
Er hún dró höndina aftur að sér, var hún.........vot.
.„Græturðu, Lúðvík?“
Hún reis upp á hnén og starði orðlaus á brjóst hans, sem
hófst og seig stynjandi ótt og títt. Hafði hún nokkru sinni
heyrt hann gráta öll þau fimmtán ár, sem hún hafði verið
eiginkona hans? Nei, jafnvel ekki meðan á stríðinu stóð og
leyfi hans var útrunnið og hann hafði orðið að slíta sig frá
henni á nýjan leik. Og Lúðvík, sem var svo hlédrægur og'
fáorður, hvað sjálfan sig snerti, að fólki fannst hann vera
næstum tilfinningalaus! Með sjálfri sér barmaði hún sér stund-
um yfir því. . . Elísabet smeygði armlegg sírium undir þungt
höfuð hans. Þáð féll niður á mjúka öxl hennar, og hún tók
á nróti því, líkt og hún hefði gert, hefði þetta verið eitt af
börnunum, sem var í leiðu skapi. Og Lúðvík, 48 ára gamall
karlmaður, gaf nú gráti sínum lausan tauminn. Elísabet endui'-
tók í sífellu: „En hvað er að, vinurinn minn?“ Og hún ró-
aðist urn leið örlítið við hugsunina um, að ekki var urn
sjúkdóm að ræða . . . heldur sorg. Maður stendur aflvana
gegn sjúkdómi, sem kann að hafa dauðann í för nreð sér, en
sorg var ekki til svo djúp, að Elísabetu fyndist hún ekki
brynjuð gegn henni. Með áhyggjuþrunginni íhygli virti lnin
Lúðvík fyrir sér. Það var líkt og tárin ummynduðu andlit
lians, breyttu því í barnsandlit, andlit, er líktist andlitum
barnanna. Alveg ósjálfrátt streymdu þau orð af vörunr henn-
ar, sem hún hefði notað, ef Jean eða Raymond hefðu átt i
hlut: „Gráttu bara, gráttu bara! Á eftir geturðu svo sagt mér,
hvað gengur að þér.“ Að lokum jafnaði hann sig svo, að hann
gat stunið upp: „Ég er bjáni, indæla vinan mín. Það er
ekkert að. Þú veizt ekki, hversu nrjög ég skammast mín. Eg
var ekki á verði. Það var allt vegna þess, að þú tókst run
Irönd mína í myrkrinu . . .“
Hann varpaði öndinni léttar, líkt og kafari, senr kemrU'
unr síðir upp úr sjónunr.
„Nú líður mér betur. Og nú skulum við sofna, Beta. Þu