Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 42
26
EIMREIÐJN
söngvari en myndlistarmaður, enda hef ég heyrt þig á ágætri
plötu.
Það fyrsta, sem ég sá um þig, var annars grein í Óðni með
mynd af þér og piófsmíði þinni, speglinum fræga. Minnti
sá spegill mig, ungan svein, á ævintýraskuggsjá."
„Hann var fyrsta prófsmíði í mvndskurði hér á landi. Það
var ótrúlegur djöfull, að ég skyldi ljúka honum af á 26 dög-
um. En þegar þú minnist á greinina í Óðni, þá dettur mér í
hug saga um hana. Hún er líka af séra Árna Þórarinssyni.
Hann var prestur á Snæfellsnesi, þegar greinin kom út, og
hafði kynnzt frú Guðrúnu Jónsdóttur Steinsen frá Borgar-
garði við Djúpavog, náfrænku minni, sem var fræg fyrir feg-
urð. Haustið 1908 var símað til séra Árna, og kunningi hans
sagði honum frá þessari grein um listamanninn, frænda Guð-
rúnar. Séra Árni bað kunningjann ,,í guðs almáttugs bæn-
um“ að senda sér blaðið. Kunninginn lofaði því. „Ég þurfti
að skreppa út fyrir vegg,“ sagði séra Árni. „Þegar ég kom
inn aftur, lá blaðastrangi á borðinu. Ég spurði hverja ein-
ustu manneskju á heimilinu, hverju þetta sætti, en enginn
hafði orðið var við, að nokkur kæmi. Ég var fljótur að sjá,
að hér var á ferðinni eitt af undrunum og ég svo guðshepp-
inn, að ekki var búið að loka símanum“.“ Vitanlega var þetta
hið umbeðna blað með greininni um Rikarð.
„Svo urðuð þið séra Árni nágrannar hér syðra og fór vel
á með ykkur?“
„Við urðum aldavinir. Þú hefur ekki séð kvæðið, sem ég
gerði um hann? Það er ein af mínum skárri mannlýsing-
um. Hann var eitt af sárfáum séníum, sem ég hef kynnzt.“
„Og hin séníin? Hver voru þau?“
„Auk séra Árna, voru þeir Sigfús á Eyvindará og Matthías
fágæt séní í viðkynningu. Aðrir geta hafa verið gáfaðri. Ein-
ar Benediktsson var of framgenginn, með heimsborgarabrag,
runnin af honum sérkennilegheitin. Náttúrlega er Jónas
Jónsson eitt af séníunum, en hann varð slípaður nokkuð
snemma. Og auðvitað er Jóhannes Kjarval ekki síður fágætt
séní. Sigfús og Sveinn í Firði ætla ég, að talað liafi bezt alþýðu-
mál þeirra, sem ég hef liitt. Pabbi þinn og Matthías töluðu
sitt prívat skáldamál og Bjarni frá Vogi að miklu leyti