Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 52
36
EIMREIÐIN
nefndarinnar. Og eftir henni var skjaldarmerki íslands með
landvættunnm gert. Islenzkara gat það ekki verið. „Við áhrif
frá hinni gömlu, þjóðlegu list fann ég sjálfan mig,“ segir
Ríkarður. Hann er bæði raunsær og hefðbundinn í list sinni-
Með þeim hætti nær hann bezt til fólksins, og það ann hon-
um. Rammari íslending hef ég ekki fyrir hitt en Ríkarð
Jónsson.
Þó er hann fyrst og fremst Austfirðingur, og er það grund-
völlur hans ágæta Islendingseðlis, en um fram allt góður son-
ur Hamarsfjarðar eða Hálsþinghár, eins og byggðarlagið
hét, þar sent hann ólst upp. Um æskusveit sína segir Ríkarð-
ur: „Hún er einhver ríkmannlegasta álfabyggð á landinu.
Mikla forsjónarinnar mildi tel ég að hafa fengið að alast upp
við fegurðina þarna undir Hálsfjalli og sjá Búlandstind í
fyrstu snjóum."
Ríkarður segir mér frá komu sinni um sólarlag á Djúpavog-
Heiðmyrkur var og „himinblíða", eins og Jón Sigfússon komst
oft að orði í dagbók sinni, þegar hann bjó í Víðidal. Þá kvað
Ríkarður:
Uppnuminn lít ég undrasýn
orðlaus og reginhljóður.
O, hve dýrleg er dásemd þín,
drottinn minn sæll og góður!
Þetta minnir undirritaðan á komu mína í Hamarsfjörð bjart-
an sumardag. Ég varð orðlaus af hrifningu — eins og reyndar
víða á Austfjörðum —: Glitrandi lækir, grashvammar og þver-
hnípt gjögur með furðulegustu turnstuðlum skiptast á. Yndis-
legast þótti mér þó innan við fjarðarbotninn, þar sem dálítil á
fellur fram af stalli og myndar niðandi foss, stapar báðum meg-
in, bær fyrir neðan á grænu túni.
í þessum santa landshluta óx líka Kjarval upp, þótt nokkru
austar væri. Voldugt hlýtur áhrifamagn þeirrar náttúru að
vera, sem hefur mótað slíka meistara sem Kjarval og Ríkarð.
Hún er samliland undarlegustu tröllabyggða og iieillandi álf-
heima, stórfelld og dýrleg ævintýramynd, gerð af guðs hendi-
Andstæður hennar, fegurð og tign speglast í óteljandi til-
brigðum og mannlífi ekki síður, a. m. k. livað Ríkarði við-
víkur.