Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 156
140
EIMREIÐIN
Ivar Orgland
nafn bókarinnar vel valið. Sjá enn
fremnr hið fagra Ijóð Stefáns,
Minningu, um vin hans, Arne
Skeie, í ágætri þýðingu Orglands.
Eins og dýran dóm varðveitir líka
þýðandinn mildan trega saknaðar-
óðsins Það vorar. Höfðingleg reisn
er á þýðingu kvæðisins Þér skáld og
vegsauki fyrir livern sannan íslend-
ing og ijóðasmið að slíkri útflutn-
ingsvöru. Og myndin ógleymanlega,
sem Stefán dregur upp af sér og
hestinum unga í Björtum nóttum
við Breiðafjörð, missir furðu lítið
af ljóma sínum, þó að hún endur-
speglist í vötnum annarrar tungu.
Háleitust og mest hrífandi eru þó
trúarljóð Stefáns: Aðfangadags-
kvöld jóla 1912 og Nú liður . . . . í
norska búningnum hjá Orgland,
enda fer þar saman dýrlegur skáld-
skapur höfundar og snilldarleg
þýðing. Svipað má og segja um ýmis
önnur kvæði, þó að þessi snertu
mig dýpst. Yfirleitt finnst mér Org-
land takast allra bezt við andleg
ljóð Stefáns. Ég vildi, að hann hefði
þýtt Heilaga kirkju og birt að
minnsta kosti brot úr henni í
þessari bók. Þá hefði hún gefið
enn þá fyllri mynd af Stefáni. Og
við þýðingu á þeim lofsöng hefði
Orgland varla brugðizt bogalistin.
En vonandi á hann það eftir,
ásamt öðrum íórnfæringum á alt-
ari ljóðagyðjunnar.
Heiður þeim, sem heiður ber,
eigi aðeins ívari Orgland, heldur
og nafna hans Eskeland, fram-
kvæmdastjóra Fonna forlags, sent
er orðinn merkur brautryðjandi
fyrir íslenzka rithöfunda í Noregi
og ef til vill víðar. Áður en Halldór
Kiljan fékk Nóbelsverðlaunin,
skrifaði Eskeland bók um hann á
norsku. Á undan ljóðaþýðingum
Orglands hefur Fonna forlag gefið
út ýmsar barnabækur eftir íslenzka
höfunda og unnið með því að
kynningu bókmennta vorra meðal
æskulýðs Noregs. Lengi býr að
fyrstu gerð. Mætti forganga Eske-
lands á þessu sviði verða starf sáð-
mannsins. Uppskeran bregzt ekki,
sé vel plægt og vandað til útsæðis.
Hafi þeir nafnar, fvar Orgland
og ívar Eskcland, heila þökk fvrii'
sínar voryrkjur — og alveg sérstak
lega fyrir þessa fallegu bók.
Guttormur J. Guttormsson: KAN-
ADAÞISTILL, ný ljóð, Helga-
fell 1958.
Meðal fegurstu endurminninga
æsku minnar er ein frá björtum
sumarmorgni. Ég var nývaknaður-
Sólskinið flæddi um bæinn. Heyið
lá í flekkjum á túni og engjum, el1