Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 76
60 EIMREIÐIN af hrafninum svarta, sem flýgur í bláloftinu yfir fjallaeyjunni hvítu (eftir liinn fræga teiknara Henry Imsland) vakti undir eins eftirtekt mína. Og það er ekki of mælt að segja, að bók- in varð mér sannur lífsförunautur, bæði til uppörvunar og andlegrar huggunar. Ég var ungur norrænufræðingur og hafði lesið töluvert af fornnorrænum bókmenntum; en eftir kynni mín af bók Hylens, langaði mig meira til að lesa íslenzkar nútímabókmenntir, og ekki sízt nútímakveðskap. Ég varð afar þakklátur þeim manni, sem hafði gefið okkur svo kær- kominn fjársjóð, en persónuleg kynni okkar hófust ekki fyrr en í ágúst 1953, eins og fyrr segir. Traust og ósveigjanleg er bændamenningin, sem mætir gestinum á heimili systkinanna Möglu og Hans Hylens. Gest- risni þeirra er með afbrigðum, og þó að hófsemi og jafnvægi muni vera leiðarvísar þeirra beggja í daglegu lífi, get ég aldrei gleymt smjöröskjunni, sem blasti við mér, þegar ég settist að borði á Lidarheim í fyrsta sinn. Þarna var enginn smáskammtur handa hungruðum ferðalangi! Þarna var smjör- bolti, næstum því eins stór og venjulegur fótbolti, blómgult, bragðgott bændasmjör — eins og engjasóley, gagnstætt hinu fölleita, bragðdaufa smjörlíki vélamenningarinnar. Það var síðla kvölds og Hylen-systkinin búin að borða fyrir löngu. En þar sem ég sat í liinu blíða skini smjörsins og fann í hverri líkamstaug, hvað ég var innilega velkominn, glaðnaði yfir heiminum og lífinu á nýjan og ógleymanlegan hátt. — Hylen-systkinin eru óíslenzk í lífsháttum að því leyti, að þau fara snemma að hátta á kvöldin; þau fara líka snemma á fætur á morgnana. — Mér var vísað til rúms í stóru gesta- herbergi á annarri hæð. Það, sem fyrst vakti eftirtekt mína í þessu virðulega herbergi í gömlum stíl, var gríðarstór ljós- mynd á veggnum, sem sýndi dómkirkjuna í Niðarósi, hinn dýrmætasta þjóðlega helgidóm Noregs. Mér fannst ég vera kominn hinum mikla Guðs himni nær, er ég lagðist í rúmið og horfði á musteri kristinnar trúar, þangað til þreyta ferða- langsins yfirbugaði útþenslu sálarinnar. — En efst frá stór- um ofni í herbergishorni einu horfði brjóstmynd af Alexand- er L. Kielland niður á liinn sofanda . . . Magla og Hans Hylen eru trúrækið fólk. Hér er borðbæn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.