Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 76
60
EIMREIÐIN
af hrafninum svarta, sem flýgur í bláloftinu yfir fjallaeyjunni
hvítu (eftir liinn fræga teiknara Henry Imsland) vakti undir
eins eftirtekt mína. Og það er ekki of mælt að segja, að bók-
in varð mér sannur lífsförunautur, bæði til uppörvunar og
andlegrar huggunar. Ég var ungur norrænufræðingur og hafði
lesið töluvert af fornnorrænum bókmenntum; en eftir kynni
mín af bók Hylens, langaði mig meira til að lesa íslenzkar
nútímabókmenntir, og ekki sízt nútímakveðskap. Ég varð
afar þakklátur þeim manni, sem hafði gefið okkur svo kær-
kominn fjársjóð, en persónuleg kynni okkar hófust ekki fyrr
en í ágúst 1953, eins og fyrr segir.
Traust og ósveigjanleg er bændamenningin, sem mætir
gestinum á heimili systkinanna Möglu og Hans Hylens. Gest-
risni þeirra er með afbrigðum, og þó að hófsemi og jafnvægi
muni vera leiðarvísar þeirra beggja í daglegu lífi, get ég
aldrei gleymt smjöröskjunni, sem blasti við mér, þegar ég
settist að borði á Lidarheim í fyrsta sinn. Þarna var enginn
smáskammtur handa hungruðum ferðalangi! Þarna var smjör-
bolti, næstum því eins stór og venjulegur fótbolti, blómgult,
bragðgott bændasmjör — eins og engjasóley, gagnstætt hinu
fölleita, bragðdaufa smjörlíki vélamenningarinnar. Það var
síðla kvölds og Hylen-systkinin búin að borða fyrir löngu.
En þar sem ég sat í liinu blíða skini smjörsins og fann í
hverri líkamstaug, hvað ég var innilega velkominn, glaðnaði
yfir heiminum og lífinu á nýjan og ógleymanlegan hátt. —
Hylen-systkinin eru óíslenzk í lífsháttum að því leyti, að
þau fara snemma að hátta á kvöldin; þau fara líka snemma
á fætur á morgnana. — Mér var vísað til rúms í stóru gesta-
herbergi á annarri hæð. Það, sem fyrst vakti eftirtekt mína í
þessu virðulega herbergi í gömlum stíl, var gríðarstór ljós-
mynd á veggnum, sem sýndi dómkirkjuna í Niðarósi, hinn
dýrmætasta þjóðlega helgidóm Noregs. Mér fannst ég vera
kominn hinum mikla Guðs himni nær, er ég lagðist í rúmið
og horfði á musteri kristinnar trúar, þangað til þreyta ferða-
langsins yfirbugaði útþenslu sálarinnar. — En efst frá stór-
um ofni í herbergishorni einu horfði brjóstmynd af Alexand-
er L. Kielland niður á liinn sofanda . . .
Magla og Hans Hylen eru trúrækið fólk. Hér er borðbæn