Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 82
66
EIMREIÐIN
Veturinn og Þú najnkunna landið. Af þessum ljóðum eru að-
eins tvö hin síðast nefndu hjá Beck. Auðvitað hefði úrvalið ver-
ið betra, ef kvæði eins og Oddur Hjaltalin hefði verið með; en
þýðingar Hylens á kvæðum eftir Bjarna eru mjög minnisstæðar
og á stöku stað jafnvel betri en á frummálinu, eins og Matthías
Jóhannessen með réttu liefur bent á í grein um Hans Hylen
í Morgunblaðinu 26. marz 1954. Um gildi kvæðanna má segja,
að að minnsta kosti Sigrúnarljóð og Veturinn séu góðir full-
trúar fyrir kveðskap Bjarna og líka fyrir íslenzkan kveðskap
yfirleitt.
Eftir séra Matthías birtir Hylen Ó, guð vors lands, Hall-
grim Pétursson, Eggert Olafsson, Forsjónina og Jón Arason
d aftökustaðnum, sömu kvæði og Beck, að undanteknum kvæð-
unum um Eggert og Jón biskup. Þýðingar Hylens eru inni-
legar og sterkar, og munu vafalaust teljast samboðnar fruffl-
kvæðunum, eins og úrvalið allt er í betra lagi. — Hylen fei'
líka vel með kvæði Gríms Thomsens: Sverri konung, Bdlföi'
Shelleys og Rúnaslag; og úrvalið eftir Einar Benediktsson e1'
gott, þótt lítið sé: Norðurljós, Þokusól og Regn. Eftir síðast
iiefnda höfunda birtir Richard Beck líka Sverri konung og'
Norðurljós, annars önnur kvæði.
Úrval Jónasar Hallgrimssonar er nokkuð misjafnt: íslandj
Kveðja frd íslandi til Alberts Thorvaldsens, Ásta, Móðurdst og'
Söknuður. — Ásta og Söknuður eru með beztu þýðingun1
Hylens; en seinna hefur hann birt kvæðið Ferðalok, sem hefð1
aukið gildi úrvalsins, ef þýðingin liefði þá þegar verið til. I
kjölfar Jónasar fylgir Jón Thoroddsen með þrjú kvæði. Hið
fyrsta, ísland, er lipurt og vel þýtt, enda í anda þýðanda. Und-
ir Svörtuloftum er líka góð þýðing, en hið langa kvæði
Islendinga (rúrnar 5 blaðsíður) hefði vel mátt víkja fyrir dý1'
mætari perlum íslenzkrar Ijóðagerðar. Hér virðist föðurlands-
ástin hafa borið listina ofurliði. —
Smákvæðin eftir Benedikt Gröndal: Nœturgalinn, Eftir sól-
arlag og Um haust eru fremur sviplítil, og munu varla auka
orðstír íslenzkra ljóða erlendis. Sama er að segja um tvö fyrstu
kvæðin eftir Steingrím Thorsteinsson: Svanasöng d heiði og'
tvær vísur úr Vorhvöt, þó að sérstaklega liið fyrrnefnda njóh
sín mæta vel í snilldarþýðingu Hylens. Þriðja kvæðið efti'