Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 166
150
EIMREIÐIN
andrúmsloftið. Svipuðu máli gegnir um tímarit, senr helgar
sig sömu efnum og þeir. Með þessu er ekki sagt, að öll skrif
unr pólitík séu útilokuð. En verði þau birt, mun gætt jafn-
réttis í sjónarmiðum.
Við efnisval verður listagildi einkum látið ráða, þó þannig'
að frumsamin bókmenntaverk ganga fyrir þýddunr að öðru
jöfnu. í ráði er, að þjóðlegur fróðleikur skipi svo mikið rúnr
senr kostur er á. En vegna þess lrve seint réðst, að ég tæki
við ritstjórninni og sökunr anna, lrefur mér ekki gefizt tóm
til öflunar þátta af mönnunr og þjóðlífi fyrr og síðar. Verð-
ur Jrví Jrað efni að bíða næsta lreftis.
Til gamans nrun leitazt við að hafa getraunir, verðlauna-
þrautir og aðra dægradvöl, einkunr fyrir væntanlega yngi'i
lesendur.
Eimreiðin heitir á ungu kynslóðina sér til fulltingis. ,,Ef
æskan vill rétta þér örvandi Irönd, þá ertu á franrtíðarvegi-”
Svo kvað Þorsteinn, sá er markaði þessu riti stefnu upplraf-
lega með kvæði sínu, Brautinni, stefnu inn í land frelsisins,
„þar sannleiki ríkir og jöfnuður býr.“ Hversu löng er ekki
enn þá leiðin þangað:
Vort ferðalag geingur s\o grátlega seint,
og gaufið og krókana höfum við reynt —
og framtíðar landið er fjærri,
sagði skáldið í upplrafi kvæðis, en lauk því nreð þessari vísu:
Og kvíði þið aungu, og komi þið þá,
sem kyrrir og tvíráðir standið;
því djarfmannlegt áræði er eldstólpi sá,
sem eyðimörk harðstjórnar leiddi okkur frá,
og guð, sem mun gefa okkur landið.
Þau orð eru enn í gildi.