Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 122
106
EIMREIÐIN
„Þú krefst þess, sem ómögulegt er, vina mín. Ástríða sú,
sem þú þráir, að ríki hjá okkur hvoru til annars, getur ekki
kviknað milli neins karls og neinnar konu, . . . nema á milli
þeirra sé bil . . . nokkurs konar eyðiland vígvallanna — einskis
manns land —, þar sem þau geta barizt og höggvið hvort til
annars í myrkrinu. En þú ert í mér, og ég er í þér, . . . það
er ekkert bil okkar í milli . . . ekkert eyðiland. Ég get ekki
látið hjá líða að skýra þér frá sorglegustu mistökum mínum
og gera þig þannig Iiluttakanda í þeim, ástin mín. Svo inni-
lega erum við sameinuð í einu holdi.“
Hún þrýsti sér að honum, og hann vaggaði henni fram
og aftur, eins og hún hafði gert við liann.
„Mótstöðumaðurinn breytir oft um andlit. Og sú kona,
sem á sök á þjáningu minni, er aðeins ímyndunin ein líkt
og allar hinar mannverurnar, sem ég hef úthellt dvrum tár-
um vegna, allt síðan ég dró fyrst lífsandann. En þig, indæla,
litla stúlkan mín, . . . þig hef ég alltaf hjá mér . . . í mér.“
Húsið var nú að vakna. Þan gátu lieyrt Maríu bursta fötin
úti fyrir svefnherbergisdyrum þeirra. Innan úr barnaherberg-
inu heyrðist suða, er börnin lásu lexíur sínar á nýjan leik.
Ilmur af nýtilbúnu kaffi vakti hungur. Elísabet sat fvrir fram-
an spegilinn og lagaði til andlit sitt.
„Það er alltaf lífið, . . . liið raunverulega líf, sem gengui'
með sigur af hólmi. Er það ekki satt?“ spurði hún.
„Jú, auðvitað! Um nætur sjáunt við vofur. Þá erum við
að missa vitið. Ég hef blásið allt of sterku lífi í þetta lítil-
fjörlega mál í ímyndun minni. Gleymdu allri þessari vitleysu,
sem ég var að segja þér. Þetta var allt innantómt þvaður."
Eftir þögn bætir hann við:
„Andrea leikur ekki nærri eins stórt lilutverk í lífi mínu
og þú ef til vill lieldur. Við ætlum til dærnis ltvorki að hittast
í dag né á morgun. Og sjáðu mig bara! Ekki hindrar það mig
í að vera ánægður þennan morgun. Segðu mér, Beta, að
óróleiki þinn sé nú liorfinn."
„Já, að nokkru leyti. Það er ekki eins kvalarfullt lengui'.
Ég hekl líka, að við höfum verið að ýkja í nótt. Það er til
nóg af alls kyns raunverulegum óhöppum og ógæfu, þó að
maður sé ekki að skapa sér slíkt að óþörfu. Er klukkan þegar