Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Side 7

Eimreiðin - 01.09.1974, Side 7
EIMREIÐIN gyrol, sem ég held, að sé einhvers konar silfurupplausn, sem enn er notað með góðum árangri. Hann varð á þessu auðugur maður og tók til að kaupa listaverk, allt frá Forn-Egyptum til nútimaverka, Cézanne, Picasso, Renoir, Modigliani, Matisse, Klee, Soutine, Matta, svo að nokkrir séu nefndir. Matisse gerði þar stórt veggmálverk, sem er með því stórkostlegasta sem eftir hann liggur. Þarna kenndu ýmsir góðir kennarar, t. a. m. Violette de Mazia, frönsk kona, sem ritað liefur margar hækur með dr. Barnesi um myndlist. Eini maðurinn, sem ég veit um að eigi flestar ])essar bækur hér á landi, er dr. Simon Jóh. Ágústsson prófessor. Þær eru á meðal hins merkasta, sem reist er á pragmatískri heimspeki og gefið hefur verið út um myndlist og raunar einkennilegt, að þær skuli ekki hafðar víðar í myndlistarskólum. Mér er einnig minnisstæður Laurence Buermeyer*. Hann kom þangað alltaf á fimmtudögum frá Princetonháskóla, en þar kenndi hann heimspeki, og rabbaði við okkur. Innritun í framhaldsdeild seinni veturinn, sem ég var þarna, var bundin því skilyrði, að nemendur innrituðust einnig í heimspekideild Pennsylvaniuháskóla. Kennslan fór fram í stofnuninni sjálfri undir Iiandleiðslu prófessors. Buer- mever hefur skrifað bók, sem reist er á þeim kennsluhugmvnd- um, sem stofnunin var sniðin eftir. En helztu hug- myndir Barnesar um fagurfræði eru reistar á heimspeki prag- matistanna John Dewevs, Jamesar og Santavana, og i hókum sinum og kennslu lagði hann áherzlu á öguð og ströng sjónar- mið, sem samsvarað gætu vísindalegum aðferðum. En þrátt fyrir ágæta kennara, og þá ekki sízt Barnes sjálfan, var mér í rauninni enn meira virði að liafa frjálsræði til að hafa lengur not af safninu og aðstöðu til að mála, sem ég hafði varla átt hér heima. Mér hauðst síðan vinna i sambandi við stofnunina, sem ég veit ekki, hvort leitt hefði til lengri dvalar, en ég vildi komast heim, hvernig sem á því stóð, eftir tveggia ára dvöl þarna. Hverniq tókst þér að komast þangað? Nií var fjárhagnr knappur og námið dýrt. — Ég hafði ekki mikla peninga, þegar ég lagði út í þetta. En ég fékk 100 dali á mánuði frá skólanum auk ókeypis hús-' næðis. Ég fékk reyndar óvæntan styrk að heiman. Vinnu- veitandi minn, sem var, tók að sér að útvega mér peninga. M. a. talaði hann við Egil Vilhjálmsson. Svo gerist það, þegar ég hafði dvalið í mánuð úti, að hússtýran kemur til min snemma 'Sbr. Símon Jóh. Ágústsson: List, og fegurð, bls. 59. Rvík 1953. — Ritstj. 251

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.