Eimreiðin - 01.09.1974, Side 8
EIMREIÐIN
morguns, vekur mig til að kvitta fyrir móttöku skeytis. Þá var
það 300 dala ávísun frá Agli Vilhjálmssyni. Ég fékk svo svip-
aðar fjárhæðir á u. þ. b. þriggja mánaða fresti. á meðan ég var
þar.
Kannaðist þú eitthvað við Egil áður?
— Nei, ég hafði aldrei séð hann. Við hittumst í fyrsta sinn
seinna árið mitt þarna. Þá kom Egill í verzlunarerindum til
Bandaríkjanna. Hann skrifaði mér bréf um að hann væri
væntanlegur, sem ég fékk daginn áður. Mig langaði mikið lil
að sýna honum safnið og skólann, en stofnunin var þá alger-
lega lokuð almenningi. (Nú er víst búið að opna safnið, Ivisv-
ar eða þrisvar í viku og alltaf biðraðir). Ég hringdi þvi til
Barnesar gamla, en bandarísku hlöðin kölluðu hann gjarnan
hinn „terribly-tempered Dr. Barnes“. Hann spurði mig fyrst,
livar ég hefði íengið þetta símanúmer. En þannig var, að hann
liafði lekið mjög vel á móti mér, þegar ég kom, hafði gefið
mér símanúmerið og sagt, að ég skyldi hringja í sig, ef mikið
lægi við. En þessu var hann auðvitað búinn að gleyma eftir
hálft annað ár og var nú harður í horn að taka. Hann sagði,
að ekki kæmi til mála, að ég kæmi með nokkurn mann þang-
að, það væri verið að vinna þarna, undirbúa kennslutíma og
ekki hægt að birtast með Pétur og Pál í eftirdragi. Ég gafst
ekki upp, því að Barnes var í raun indælismaður — og ég
liafði mitt fram. Það var mjög gaman, þegar þeir hittust svo,
hvor öðrum sperrtari og töluðu um Leif heppna. Þetta var
mjög spánskt. En það fór ágætlega á með þeim. Mér þótti
vænl um að geta sýnl Agli, — eins og ég hafði sagt Barnesi
— að mynd hengi eftir mig í safninu.
IHvernig varð þér við að koma ungur maður frá Islandi, eyju
úti á reginhafi, til Bandaríkjanna, beint á stórt listasafn?
— Þegar ég kom út í þessa háborg menningar og lista,
þyrmdi yfir mig: Cézanne, Matisse, Picasso, Soutine.... Ég
var næstum kaffærður,
SEPTEMBERSÝNING OG PARÍSARDVÖL.
Þú tókst þátt í Septembersýningunni 19'i7?
— Já, ég sýndi aðallega figúratívar myndir þar. Ég kom frá
Bandarikjunum i ágúst. Þá var vitanlega hafinn undirbúning-
ur að sýningunni, en ég lieyrði ekki orð um það fyrr en stuttu
áður en sýningin var opnuð. Þá hitti ég Ninu Tryggvadóttur
á götu, en hún tók þátt í sýningunni. Hún spurði mig hvernig
þetta væri, hvort ég ætlaði ekki að taka þátt í sýningunni. Ég
kom alveg af fjöllum: Iivaða sýningu? Hún sagði mér þá bless-
252