Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Side 15

Eimreiðin - 01.09.1974, Side 15
EIMREIÐIN og persónuleg reynsla renna saman og mynda nýtt tjáningar- form, — nýjan listamann. Nú er list í ætt við trú og dularöfl, þar sem farið er niður í djúp sálarlífsins, Þarf listamaður að vera trúaður? — Ég er víst ósköp illa að mér í trúarbrögðum, en ég reikna með því, að margur maðurinn eigi sér á köflum dulræna upp- lifun í tengslum sinum við náttúruna. Og þá ekki síður lista- menn en aðrir. Getur efnishyggjumaður verið góður listamaður? Getur hann fengið innblástur? — Það er mér erfiðara að ræða trúarbrögð en list, en þetta tvennt er samofið á dulrænan hátt bjá ýmsum listamönnum á þeim tímum, sem sterk trúarbrögð ráða ríkjum. Það er með ólíkindum, að þeir, sem ekki taka eftir þeim undrum, sem eru að gerast í náttúrunni umhverfis okkur, geli verið góðir lista- menn. MAÐUR OG MYND. Hvað rekur þig áfram við gerð mgndar, er þér hvati? — Þar gengur saman ánægjan af að fara með efnið, máln- inguna, litinn, línurnar. E. t. v. er bróðurparturinn ánægjan af efninu, litnum. Það gaman, sem unnt er að hafa af efninu, sú nauln, sem er af því að ráða við litinn, láta bann gera eittlivað fyrir sig, er það, sem skiptir mig mestu. Ég er ekki mikill liesta- maður, en ég gæti ímyndað mér, að það sé líkt því að þeysa á gæðingi, — sem er svolítið baldinn á köflum. Hvers konar skilyrði reynirðu að skapa þér, þegar þú málar? Verðurðu að vera í einhverjum ákveðnum ham? — Þegar ég er með autt spjald fyrir framan mig, eru auð- vitað ekki önnur skilyrði til en hið auða spjald. Hins vegar eru ýmis afstæði orðin til strax og fyrsti litaflokkurinn hefur kom- izt á það. Þá er oft góð von um framhald. Yfirleitt er mér mjög illa við að byrja að mála: Ég fer í liringi eins og köttur í kring- um heitan graut. Oft bregður fyrir í myndum þínum eins konar „naivisma“. Reynirðu eitthvað til þess? — Alls ekki, Hins vegar langar mig oft til að gera eitlhvað uð bragði, upplifa, — eitthvað alveg óvænt. Þú hefur málað geómetrískar myndir, Kristján? — Ekki svo, að ég hafi sýnt það. Á þeim árum, þegar ég gat ekki lifað af að mála, teiknaði ég reyndar stundum verzlunar- mnréttingar, m. a. fyrir hljómlistarverzlun. Og þar var ein geómetrísk mynd, máluð á vegg, í samræmi við hillurnar, sem 259

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.