Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 19

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 19
EIMREIÐIN SMÁSAGA EFTIR ÞORVARÐ HELGASON Fííabeinsturn Það var hjallur úti í portinu. Stundum kom faðirinn heim Weð nokkra fiska, fleiri en þurfti að sjóða það kvöldið, þá voru þeir hengdir út i lijallinn. Siðan þykir honum sígin ýsa betri matur en ný. Sígin grásleppa lostæti. En hún er mjög sjaldan á borðum. Stundum var enginn fiskur í lijallinum og pabbi kom ekki nieð neitt heim því það var engin vinna. Þá var vatnsgrautur rneð rófubita og kannski brauð og magarín. Honum hafði alltaf fundizt Lenín mjög skarpleitur. Það var góð mynd af honum inni i stofu fyrir ofan bókahilluna. Hann man ennþá eftir því, að hann fór með strákum úr öðru húsi að slæða eftir kolum fyrir framan kolakranann. Þeir gerðu poka úr netadruslum og festu hann við gamla gjörð af reið- Hjóli, sem teinarnir höfðu verið slegnir úr. Það voru líka bundn- tf tveir steinar við gjörðina til þess að hún skrapaði vel botn- lnn. Allt var þetta svo fest í langt snæri og sökkt á milli skipa °g bryggju. Síðan var veiðinni skipt. Það voru stundum stórir •Uolar þar á meðal. Það logaði glatt í eldavélinni hjá mömmu það kvöldið. 263

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.