Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 23

Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 23
EIMREIÐIN tljúpu innsæi, cg það var sama hvort hann orti um hermann- inn í vélbyssuhreiðrinu viS StalíngraS, dóttur milljónamærings- ins, sem var aS eignast sitt fyrsta barn eSa námumennina, sem höfSu lokazt inni í námunni, þaS sem liann sagSi var alltaf sagt af svo miklu valdi og svo hlaSiS sannfæringu, aS manni fannst atburSurinn sjálfur vera aS gerast fyrir augum manns eSa viSkomandi persóna aS tala viS mann. Honum var mjög vel viS þennan mann og oftast þegar hann leitaSi til turnsins mætti hann fyrst þessu góSlátlega breiSa brosi, mannsins. sem hann vissi aS grét stundum á nóttunni yfir óhamingju heimsins. En þaS var samt ekki félagsskapur hans, sem hann sóttist mest eftir. ÞaS voru aSrir menn. Menn, sem hann gat kannski ekki veriS þekktur fyrir aS hugsa um og hvaS þá heldur aS fást viS verk þeirra. ÞaS var eitthvaS í honum sjálfum, sem olli því, aS hann dróst aS þeim. EitthvaS, sem hvatti hann til aS rísa upp yfir eyrina og stakkstæSiS, togarann og síldarplan- iS. Hann hafSi barizt lengi gegn því og alls eklci viljaS svikjast undan þeim merkjum, sem liann hafSi skipaS sér undir. En til hvers var baráttan ef hún var ekki til aS frelsa manninn undan olci hrauSstritsins og g'era hann aS frjálsri, andlegri veru? Og ef engin andleg verSmæti væru til þegar takmarkinu væri náS, þá hefSi enginn til neins aS grípa. Var því ekki nauSsynlegt aS rækta hin hreinu andlegu verSmæti áSur, svo þau væru til taks þegar sigurinn væri unninn? Svona talaSi hann viS sjálfan sig, hann borSi ekki aS segja þetta viS nokkurn mann. Hann reyndi lika oft aS gera sjálfum sér grein fyrir því, hvers vegna hann dróst aS þessum mönn- um og verkum þeirra. Skýringin, sem læddist aS honum á síS- kvöldum, þegar hann sat meS verk þeirra i höndunum og óþjál kunnátta hans gerSi lionum erfitt fyrir, en sál lians var Þyrst eftir þessum verSmætum ofar hinni daglegu baráttu, var sú, aS þeir væru vinir undursamleikans — og fyrir hann væru þessi verk brunnur undursamleikans. Og dagarnir, eftir þau kvöld, sem hann hafSi leyft sér aS sitja yfir þeim, fengu nýjan ht og honum fór aS finnast hinir glataSir, sem áttu ekki á undan sér slíka iSju. En þann dag, sem hann klæddi tilfinningu sina í lík orS og hér aS ofan eru tilfærS, varS hann dálítiS hræddur. Honum fannst liann vera orSinn sekur. 1 nokkra daga snerti liann ekki a þeim. Þegar Iiann var kominn inn í vinnuherbergiS sitt fékk hann sér í pípu, en þaS mátti hann helzt ekki gera, því liann var ekki of sterkur fyrir hjartanu. Hann tók sér M.A. Nexö í hönd og reyndi aS endurframkalla hrifningu unglingsáranna. 267
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.