Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 32

Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 32
ÉIMREIÐlKi upp á ágóðahlut, og eins gæti gefizt vel, að sveitarfélögin sæju um útgerðina, a. m. k. hin minni, þar sem ekki verður komið við samkeppni margra aðila. Vegna byggðamálanna væri það verulegur kostur, að rikið hefði í hendi sér dreifingu fiskiskipastólsins á útgerðarstaðina. Byggðamálin eru að vísu frá frjálshyggjusjónarmiði mesta vand- ræðabarn, en þó óhjákvæmileg staðreynd í íslenzkum stjórn- málum, og' það er einföld og tiltölulega hreinleg aðferð til að framkvæma byggðastefnu að færa fiskiskip frá einum stað lil annars. Einkum væri þetta hugguleg aðferð, ef sveitarfélögin sæju um útgerðina og nytu hluta af hagnaði hennar. Þökk sé þoUnmóðum lesarci. ]Grein þessi er að stofni til fyrirlestur fluttur á fundi Uno ore 9. sept- ember síðastliðinn. Markmið hennar er að vekja til umhugsunar um til- tekið vandamál fremur en að leggja fram tilbúna lausn á því. Fyrirsögn- ina ber þó að skoða með það í huga, að öllu gamni fylgir nokkur alvara. í greininni geng ég eindregið út frá forsendum frjálshyggjunnar, enda er það við hæfi, þegar ritað er í yfirlýst málgagn þeirrar stefnu. Ekki er svo að skilja, að ég sé mikill frjálshyggjumaður sjálfur, a. m. k. ekki í efnahagsmálum, enda fylgi ég stjórnmálaflokki, sem telur sig boða fé- lagshyggju. En þótt ég meti þannig önnur sjónarmið meira, sé ég glöggt, að frjálshyggjan hefur sitt gildi að vissu marki og rödd hennar þarf að heyrast til að veita almannavaldinu hæfilegt aðhald. Þegar vandi kemur upp og hrópað er á ríkisvaldið til hjálpar, þá spyr frjálshyggjan: Er þetta á verksviði hins opinbera? Er vandamálið ekki hluti af drifkröftum fram- faranna, sem óráðlegt er að fikta við? Hvaða aukaáhrif hafa hin um- beðnu ríkisafskipti? Það er bæði hollt og nauðsynlegt, að slíkar spurn- ingar séu bornar fram og glímt við þær, þótt svör frjálshyggjunnar séu ekki alltaf hin endanlegu að mínu mati. 2Hin nauðsynlega meðalarðsemi fjármagns í markaðshagkerfi fer þann- ig að öðru óbreyttu eftir því, hve ört þarf að fjárfesta til að halda fuliri atvinnu og æskilegum hagvexti. Markaðsöflin megna ekki sjálfkrafa aS ti'yggja hæfilega jafna og mikla fjárfestingu, heldur verður þar að koma til hagstjóm af hálfu ríkisvaldsins. Frá vissu sjónarmiði má segja, að þessi vanmáttur markaðsaflanna sé kjarninn í hagfræðibyltingunni, sem kennd er við Keynes.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.