Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Side 42

Eimreiðin - 01.09.1974, Side 42
EIMREIÐIN Fyrst liggur leiðin upp svo mikinn bratta, að hestarnir verða að hafa sig alla við, jafnvel þótt þeir séu óþreyttir svo snemma morguns. Þegar farið er um miðjan himin, nær hún hæst, en þar grípur mig sjálfan oft skelfing, er ég lit niður og sé höfin og löndin fyrir neðan, og hjartað herst i hrjósti mér af hræðslu. Síðasti spölurinn stefnir beint niður á við, og þar þarf styrka hönd til að halda í taumana, jafnvel Teþys, sem tekur við mér niðri í hafinu, á það til að óttast um, að ég steypist fram yfir mig. Þar við bætist, að himinhvelfingin snýst stöðugt gegn mér og ber með sér stjörnurnar (háu), sem hringsnúast með mikl- um hraða. Ég erfiða móti straumnum, hann hrífur mig ekki með sér eins og allt annað, ég stefni beint gegn liinni hröðu hvelfingu. Setjum sem svo, að ég láni þér vagninn: hvernig ferðu þá að? Munt þú megna að halda gegn snúningi himinsins án þess að berast með? Þú ímyndar þér þó ekki, að þarna uppi séu helgir lundir og borgir byggðar guðum eða vegleg hof? Öðru nær: leið þín liggur hjá hinum geigvænlegu dýramerkjum. Þótl þú haldir stefnunni og beygir livergi af réttri leið, þá heldurðu samt beint til móts við horn Nautsins, hoga Bogmannsins og gin Ljónsins, Sporðdrekann, sem myndar tíðan hoga með skelfi- legum örmum sínum, og Krabbann, sem beinir örmum sínum í öfuga átt. Það er enginn hægðarleikur fyrir þig að stjórna gæðingun- um, þeir eru ólmir af eldinum, sem logar í hrjóstum þeirra og stendur út úr munni þeirra og nösum. Ég á sjálfur fullt í fangi með þá; þegar þeim hitnar í harnsi, þá rykkja þeir í taumana. En, sonur sæll, sjáðu nú að þér og hættu við þetta glapræði, meðan þess er enn kostur, svo að ég þurfi ekki að færa þér slíka hermdargjöf. Þú vilt fá óyggjandi sannanir fyrir því, að þú sért af mínu blóði? Ég gef þér einmitt óyggjandi sannanir með því að óttast um þig, föðurleg umhyggja mín sannar það, að ég er faðir þinn. Líttu framan í mig. Ég vildi að þú gætir séð inn í huga minn og fundið föðuráhyggjur mínar! Ilorfðu i kring um þig, og sjáðu alla auðlegð heimsins, hiddu um eitt- livað úr allri gnægð himinsins, jarðarinnar og hafsins: ég mun ekki synja þér neins. Aðeins þetla eina sé undanskilið, því i rauninni er það refsing, en ekki upphefð, viltu Faeþón, þiggja refsingu að gjöf? Hví leggur þú handleggina biðjandi um háls mér, fákæni sveinn, þú þarft ekki að vera hræddur um, að þú fáir ekki það, sem þú haðst um — ég sór við Stýgsfljótið! — en þú skalt þá óska hyggilegar.“ Þannig lauk hann fortölum sínum, en hinn sal fasl við sinn 286

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.