Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Qupperneq 43

Eimreiðin - 01.09.1974, Qupperneq 43
EIMREIÐIN keip og sækir það jafnfast og áður að fá vagninn, því hann brennur af löngun til að stýra honum. Faðirinn varð því á end- anurn, er liann gat ekki færzt undan lengur, að leiða sveininn að vagninum mikla, er Vúlkan hafði smíðað. Öxullinn var úr gulli, vagnstöngin einnig úr gulli og hjólgjarðirnar, en hjólrim- arnar úr silfri. Okið var alsett gimsteinum, sem geislar Föbuss spegluðust í. Og sem liugstór Faeþón lítur völundarsmíð þessa undrunaraugum, sjá, þá hrindir liin árvakra Dögun upp purp- uralitum liliðum sínum og lýkur upp rósprýddum sölum í austri. Stjörnurnar leggja á flótla, Morgunstjarnan rekur lestina og verður síðust úr stöð liiminsins. Er Föbus sér, að stjörnurnar stefna til jarðar og roða slær á löndin, en föl sigð mánans líkt og tærist upp, býður hann hinum skjótu stundum að spenna hestana fyrir vagninn. Þær voru ekki seinar á sér að gera það, sem hann bauð, þær teymdu liina eld- fnæsandi gæðinga, sadda af ódáinsfæðu, út úr hesthúsunum háu og lögðu á þá gullin aktygi. Þá smurði faðirinn vit sonar síns með helgu smyrsli, sem var til þess að hann þvldi betur æstan eldinn, setti á höfuð hans geislana, stundi þungan, þvi hann uggði, að illa mundi fara, og mælti: „Ef þú vilt fara í einhverju eftir því, sem faðir þinn ráðlegg- ur þér, beittu þá keyrinu i hófi, en lialtu þeim mun fastar í taumana. Þeir spretta úr spori sjálfviljugir, en vandinn er sá að halda aftur af þeim. Forðastu að aka beint af augum gegn- um himinbaugana fimm. Slóðin liggur á ská i víðum boga inn- an endimarka liiminbeltanna þriggja og beygir bæði hjá suður- pólnum og hinum vindsvala norðurpól. Farðu þá leið, þú getur fylgt lijólförunum. Til að himinn og jörð fái jafnan skerf af hitanum, máttu livorki lækka flugið né leita of hátt upp á við. Ef þú ferð of hátt, kveikirðu i ræfri himinsins, ef þú ferð of lágt, svíðurðu jörðina, það er því öruggast að vera miðja vegu. Hvorki máttu beygja til norðurs i áttina að hlykkjótlum Högg- orminum né til suðurs að lágu Altarinu, farðu mitt á milli þeirra. Ég læt gæfuna ráða að öðru leyti og vona, að hún hjálpi þér og sjái betur fyrir þér en þú sjálfur. En sem ég tala, ]iá hefur rök nóttin þegar runnið skeið sitt á enda til vesturs, nú er ekki til setu boðið, það stendur á okkur. Nú brýzt Dögun fram og hrekur myrkrið á flótta. Gríptu taumana! — Eða sértu sveigjanlegur i hug, þá taktu ráð mín en ekki vagninn, meðan það er enn ekki um seinan og þú ert enn á öruggum stað, með- an þú í fákænsku þinni ekur ekki vagninum, sem þú illu heilli baðst um. Láttu mig heldur um það að færa jörðinni ljósið, svo þú getir horft á það óhultur!“ 287
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.