Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 57

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 57
EIMREIÐIN Stundum grípur mig ótti. Verður þetta ekki allt tekið frá mér . . . (Mjallhvítarkistan, bls. 89). Af þessari sam-mannlegu uppgötvnn fæðist löngun skáld- anna til þess að eignast eitthvað, sem vert er að deyja fyrir; leitin að ódauðleika í einhverri mynd, fegurð, ást eða hugsun er sprottin af þessari trúrænu spurningu. Það er lífið sjálft, sem heimtar þetta svar. Hin trúræna spurning er spurning um grundvöll lífsins. Þann grundvöll kallar guðfræðin guðdóm. Næm skáld á það líf, sem hrærist í kringum þau, tjá leitina að þessum grundvelli. Aðrir skilja mann betur en maður sjálfur. Og skáld hugsa hugsanir manns betur en maður sjálfur. (Heimsljós, Hús Skáldsins, bls. 36). Skáldin leiða ekki aðeins fram sínar eigin hugsanir, heldur einnig hugsanir samtímans. Þau húa til tákn úr þeim hugsun- um og tilfinningum, sem gjarnan i)úa ómeðvitaðar og óskil- greindar í djúpum hugans. „Úr diúpinu ákalla ég þig“ segir í Davíðssálmum. í því óræða djúpi er nafn guðs ekki endilega þekkt og kannski aldrei nefnt nema neikvætt. Þar af leiðandi kemur hin trúræna spurning fram á margvíslegan hátt. III. Listin er ekki aðeins tjáning á innra lífi mannsins, hún er líka sköpim. í þeim skilningi tilheyrir hún liinu áframhald- andi sköpunarverki guðs. Hún þjónar hinum uppbjrggjandi öflum, sem skapa framtiðina og móta viðhorf okkar til henn- ar. Þá gegnir skáldskapurinn læknandi og næstum að segja frelsandi hlutverki í sköpunarverkinu. „Skáldskapurinn er endurlausnari okkar allra“ segir Ljósvíkingurinn (Heimsljós II, ])ls. 199). Sumum kann að finnast hann taka of djúpt í ár- inni. Listin túlkar hina lóðréttu upplifun listamannsins á til- verunni, þeim veruleik, sem hefur gefið lífi hans nýtt inni- hald. Hlutverk sögunnar — fabúlunnar, dæmisögunnar, mýt- unnar, táknanna — er að tjá þennan veruleik. Listfræðingar halda því fram, að i þróun mannlegrar vit- undar fari táknið eða myndin ævinlega á undan hugsjóninni. Þar með er raunar sagt, að táknið, hið myndræna, sé frum- lægari hvöt i manninum. Enda höfða menn ósjálfrátt til þessa eiginleika manna i daglegu lífi, (það er áreiðanlega áhrifa- meira að auglýsa í sjónvarpi en útvarpi t. d.). En það eru ekki

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.