Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 58

Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 58
EIMREIÐIN aðeins myndir, sem eru tákn, hugtakið tákn, „symból“, er miklu viðtækara. Atburðir geta verið tákn, (t. d. innreið Jesú í Jerú- salem eða Keflavíkurgangan), tónlist getur einnig verið „sym- bólsk“, og orð eru tákn. Tákni má líkja við glugga, sem annar veruleiki birtist í gegnum. „Gegnum Jesú helgast lijarta / í himininn upp ég líta má“, segir sr. Hallgrímur. Gegnum tákn- ið (hjarta Jesú hér) sér inn i veruleik, sem ekki verður tjáður betur á annan liátt. Sagan fellur undir skilning á tákninu. Hún er i mörgum til- vikum betra miðlunarform en t. d. niðurstöður og yfirlýsing- ar. Sumir telja t. d., að bókin „Á ströndinni“ eftir Neville Shute liafi haft meiri áhrif á afstöðu og viðbrögð Ástralíubúa (hún gerist þar) til kjarnorkusprenginga en fullyrðingar vísinda- manna. „Á ströndinni“ er visindaskáldsaga, sem er bókmennta- grein, er nýtur vaxandi athygli og virðingar i bókmenntaheim- inum, enda þótt þessi grein bókmenntanna hafi ekki náð að skjóta rótum hér á landi. Vísindaskáldsagan er raunverulega hinn spámannlegi andi rithöfundarins að verki. Hann „sér“ fram í framtíð mannsins, spyr um mennskuna, afdrif hennar og innihald, „hvernig verður mennskan í framtíðinni“ eru spurningar, sem lesa má út úr verkum Gore Vidals (t. d. Messi- ah) og Kurts Vonneguts (t. d. The Cat‘s Cradle). Miðaldakirkjan notaði hin sýnilegu, myndrænu tákn í mun ríkara mæli en nú er gert. Málverkin og leiksýningar kirkj- unnar voru Biblía ólæss almúgans. En þróunin varð frá aug- anu til eyrans, frá myndinni til orðsins, sífellt meir var stefnt í átt til skynsemidýrkunar — innan kirkjunnar sem utan. Hug- urinn varð fjötraður í skynsamlegar skorður. Ef til vill hefur þessi leiða þróun náð hámarki með okkar þjóð, þessari liand- ritanna og bókanna þjóð, sem að sama skapi er snauð að dans- list og leikrænum arfi. Maðurinn býr til tákn og myndir til þess að tjá hug sinn og til þess að þjóna sköpuninni. IJvort sem hann gefur unnustu sinni trafakefli eða ilmvatn eða yrkir óvini sinum níðvísu, þá er hann að tala með táknum. „Gefðu manninum grímu og liann mun segja þér sannleikann“ sagði Berthold Brecht. Þær grím- ur, sem maðurinn notar til þess að tjá sig með og sjá veröld- ina í gegnum, eru býsna margvíslegar. Táknin eru ekki grim- ur í neikvæðum skilningi, þau eru lík glugga, sem vísar inn i manninn. Tákn geta reyndar orðið þrúgandi, orðið að illu skurðgoði, og eru þess ótal dæmi. Gríska orðið parabole (dæmisaga) merkir að setja einn hlut við hliðina á öðrum. Skáldskapur er oft og tíðum einmitt þann- 302
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.