Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 64

Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 64
ÉIMREIÐlN einnig til fundar við Brésnéf til að ræða leiðir til þess að tryggja bætta sambúð austurs og vesturs á komandi árum og áratugum. í öll þessi skipti hafa heimsblöðin og fjölmiðlar um víða veröld keppzt um að birta myndir af þessum valdamestu mönn- um heims, þar sem þeir eru að skála í kampavíni eða undirrita milliríkjasamninga. „Ein undirskrift á dag / kemur heims- friðnum í lag“, sagði einn bandarískur diplómat við eitt slíkt tækifæri. Þegar Ijóst varð, að viðræður vaidhafa risaveldanna ætluðu að bera þann árangur, að sambúð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna batnaði, tóku þjóðarleiðtogar og stjórnmála- menn í öðrum rikjum að keppast við að fagna „detente“ og fullvissa almenning um, að nú yrði þess ekki langt að bíða, að varanlegur friður kæmist á í heimi liér. Bjartsýnustu menn spáðu því einnig, að ekki væri lengur þörf fyrir varnarbanda- lög. Deilur milli einstakra ríkja (eins og t. d. ísraels og Araba- ríkjanna) áttu að sjatna, vegna þess að síórveldin ætluðu að sjá til þess, að væntanlegur heimsfriður rofnaði ekki. Hér á íslandi var það álit margra, að vegna balnandi ástands í heim- inum væri t. d. ekki lengur þörf fyrir varnarlið á Keflavikur- flugvelli. Brésnéf og Nixon gerðu með sér samning, sem nefndist SALT I, og er lionum ætlað að takmarka útbreiðslu gjöreyðingar- vopna og banna stórveldunum tveimur að reisa fleiri eldflauga- stöðvar í heimalöndum sínum, a. m. k. i 5 ár. Öryggisráðstefnur hófust í Helsinki og Vín um gagnkvæma og jafna fækkun í herliðum varnarbandalaga Evrópu, en þeim er ekki lokið enn. Ekkert bendir til þess, að fækkað verði í herjum Varsjár- og N.-Atlantshafsbandalagsins á næstunni, en engu að síður er það von manna, að umræddar ráðstefnur beri árangur. Bjartsýni manna var í hámarki, en skjótt skipuðust veður í lofti: októberstríð Araba og Israelsmanna hófst; bylting var gerð í Chilc; landamæradeilur Kína og Sovétríkjanna komust á liættulegt stig; olíu- og orkukreppa skall á; herinn lét af stjórn í Grikklandi, og Kýpurdeilan blossaði upp; verð- bólguvandinn hefur sett svip sinn á heimsmálin; fæðuskortur ógnar öllu mannkyninu og fleiri slílc mál hafa minnt menn óþyrmilega á, að enn á heimsfriður langt í land þrátt fyrir stórbætta sambúð stórveldanna í austri og vestri. Þetta hefur nú leitt til þess, að menn á Vesturlöndum, jafnt til hægri og vinstri, hafa velt því fyrir sér, hvort „detente" sé ímyndun eða raunveruleiki. Báðamenn í Sovétríkjunum og Bandaríkjunum hafa stefnt að bættri sambúð með þvi að auka og margfalda við- 308
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.