Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 71

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 71
JÖSEF BRODSKY RITHÖFUNDUR EIMREIÐIN Bænarskjal vegna Vladimirs Maramzins Snemma í ágúst bárust fréttir um, að K.G.B.-menn hefðu handtekið rithöfundinn Vladimir Rafailovitsj Maramzin i Len- ínhorg. Almenningur þekkir án efa minna til hans en Solsjen- itsyns. Vera má, að þessi liandtaka sýni lesendum fram á, að til er annar rithöfundur í Ráðstjórnarríkjunum. Það er sönnu næst, að Ráðstjórnarríkin eru það land, þar sem nafn höfund- ar er ekki kynnt á bókarkili, heldur getur það fyrst að líta á fangaklefahurðinni. Ég hripa þetta ekki eingöngu niður vegna þess, að ég hyggi Vladimir Maramzin hinn snjallasla rithöfund kynslóðar eftir- stríðsáranna né vegna þess, að ég hef þá ánægju að vera vinur hans. Ég ræðst fyrst og fremst í það af þeim sökum, að nú kemur niður á honum, að hann safnaði saman fimm bindum verka sinna og sendi vestur fyrir járntjald til öryggis. Höfund- ur formála þessa ritsafns, blaðamaðurinn Mikliail Heifetz, hef- ur um skeið mátt þola kyrrsetningu vegna rannsóknar og hon- um hótað sjö ára fangelsisvist. Efim Etkind, prófessor við Herzen-uppeldisfræðiskólann og höfundur margra verka um franska ljóðagerð og þýðingar sem fræðigrein, sem ritaði um formála þennan, hefur verið rekinn úr Rithöfundasamband- inu, vikið úr starfi og' sviptur háskólatitlum sínum. 315

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.