Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Side 72

Eimreiðin - 01.09.1974, Side 72
EIMREIÐIN Vegna þessara atburða vil ég koma nokkrum orðum á fram- færi, og vafalaust munu þau hljóma einkennilega. Lenínborg, en þar fæddist ég og bjó í þrjátíu og tvö ár, þar til mér var vísað úr landi 4. júní 1972, hefur í Ráðstjórnarríkj- unum hlotið lieitið „vagga byltingarinnar“. Staða hennar sem slíkrar er því sérstök, og hún lýtur aðeins i orði kveðnu vilja stjórnarherranna i Kremlkastala. Hún er sem ríki í ríkinu, hefur á að skipa eigin stjórn, eigin lögum, eigin leynilögreglu. Lenínborgardeild K.G.B. á það sameiginlegt með eiginkonu Ceasars, að hún er yfir allan grun hafin og engum undirgefin. Síðasta áratuginn hef ég orðið fvrir þeirri reynslu að vera einn helzti leiksoppur hennar. Hið sama má segja um hana og aðr- ar stofnanir hvar sem er i heiminum, í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni, að starfsmenn eru latir og lineigiast til að inna verk sitt af höndum með sem minnstri fyrirhöfn. Og verkefni það, sem miðstjórnin í Moskvuborg hefur nú falið deildum leynilögreglunnar úti á landi, er að herða á liugmvndafræði- legri og stjórnmálalegri baráttu gegn andófsmönnum (inako- myslashchie). Handtaka Maramzins sýnir, að Leninhorgardeild K.G.B. er tekin að beriast við vindmyllurnar til þess að þurfa ekki að hafa fyrir þvi að koma upp nýjum málum, en sýna þó lit gagnvart yfirvöldum i Moskvu. Þegar öllu er á botninn hvolft, hef ég þó dvalið i Bandaríkjunum i tvö ár. Hvað svo sem mér kann að finnast um ljóð min, efa ég, að jafnvel fimm binda úrval þeirra, sem aldrei var reyndar ætlað til birtingar, (er var reyndar óhugsandi), geti verið hin minnsta ógnun við ríkisstjórn Ráðstjórnarrikjanna. Ég er þess fullviss, að K.G.B.-menn eru mér sammála. Stjórnvöld i Ráðstjórnar- ríkjunum er að því leyti frábrugðin valdsmönnum i öðrum lög- regluríkjum, að þau fást ekki eingöngu við að elta uppi pólitíska andstæðinga sina, heldur reyna og að drepa í dróma alla hugsun liinna 250 milljóna þegna sinna. Þannig er skáld- skaparlist og allt, sem henni kemur við, einn helzti skotspónn K.G.B. innanlands. í rúma hálfa öld hafa rússneskir rithöf- undar verið myrtir, reknir úr landi, sendir í fangabúðir eða lokaðir inni á geðveikrahælum. I ljósi þessa eru ofangreindir atburðir í Lenínborg ekki aðeins útsláttur lögregludeildar, — þeir vekja með mönnum ótta. Það, sem ógnvekjandi er i máli Maramzins, er, að hann er rithöfundur. Hann getur með engu móti kallazt andófsmaður. (Sú nafngift er og villandi, kallar raunar á neikvæð viðbrögð stjórnvalda). Eins og gerist um alla sanna rithöfunda, hefur hann fengizl við það helzl að klæða liugsanir sínar í skáld- 316

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.