Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1921, Page 12

Ægir - 01.01.1921, Page 12
6 ÆGIR og ídja þeir er það hafa fengið, mikin mun á verði svona lagað, móti kaup- mannaverði, hvað þá ef vörurnar væru fengnar beint frá útlöndum. Mörgum hefir litist illa á hiun svo- kallaða »Fiskhring«, og vilja slá sér sam- an og selja fisk sinn beint til úllanda. En áður en nokkuð er gert í þvi, þarf hér í Rvík að vera fengið gott fisk- geymsluhús, er deildirnar gætu geymt fisk sinn í, og þyrfti það hús að vera eign Fiskifélagsins, því valt mundi vera að rciða sig á að fá slíkt hús að láni. Enda ætti slikt hús að borga sig sjálft, eftir því að dæma, er smærri framleið- endur hafa fengið fyrir fisk sinn tvö siðastliðin ár. Áhugi manna með Fiskifélagið virðist til daufur, ástæða fyrir því er talin, að félagið orki litlu. En það hafa verið erfið ár siðan það var stofnað. En þegar sam- göngur batna og erfiðleikar þeir hverfa er nú virðast ráða, ætti að vera hægt að koma einhverju í framkvæmd er gæti orðið til heilla deildunum. Kvörtun var nokkur með »Ægir«, sér- staklega að deildirnar fengju ekki að vita útlit með sölu sjávarafurða á er- lendnm mörkuðum. Vildu margir að úr þessu yrði bætt með þvi, að stjórn Fiski- félagsins útvegaði sér skýrslur um það og sendi deildunum það ekki sjaldnar en á hverjum hálfsmánaðar fresti. Leiðir og lendingar. ósk margra var, að stjórn Fiskifélag'sins hefði á áætlun sinni meira fé til umráða en áður, lil að styrkja þær. Ennfremur komu fram raddir, að viðeigandi væri, að stjórn Fiskifélagsins hefði fé yfir að ráða til að veita uppgefnum mönnnm, er starfað hefðu sem sómi sljómannastéttarinnar með dugnaði, eins lika þeim, er sýndu dugnað við björgun úr sjávarháska, ekki svo að skilja, að það auki áhuga við slík tækifæri, þvi oftast má sjá lofsverðan áhuga er slíkt ber að höndum, heldur það, að margur mundi óska frekar heiðursgjafar, þó smá væri, frá sjómanna- stjettinni sjálfri, en útlenda krossa og titla. Hin íslenzka þjóð þarf að vakna, sér- staklega hinir smærri útgerðarmenn og einhlutungar, bindast föstum og öfgva- lausum félagsskap er eina ráðið, og um- fram alt að láta ekki ginna sig af ein- okunarhringjum né uppþotsgjörnum skrumurum. 29. des. 1920. Porsleinn Gísluson. Fjórðungsþing Sunnlendinga. Árið 1921 14. dag janúarmánuð var fjórðungsþing Fiskifjelags íslands fyrir Sunnlendingafjórðung sett og haldið i Keflavik. Forseli Ágúst Jónsson setti þingið, og las upp kjörbrjef þeirra full- trúa sem mættir voru. Þessir fulllrúar voru mællir: Fyrir Keflavík: Matthias Þórðarson kaupm. og Árni Geir Þóroddson. Garðinn: Friðrik J. Rafnar prestur og Gisli Sighvatsson. Eyrarbakka: Sigurjón Jónsson fiskimatsm. Stokkseyri: Ingimundur Bernharðsson. Auk þessa voru mættir Þorsteiun Gisla- son erindreki, Guðmundur Guðmundsson frá Deild og Magnús Pétursson frá Garðbæ. Eftir að kjörbréf fulltrúanna höfðu verið upplesin og samþykkt var kosin stjórn til næsta ára.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.