Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2009, Page 22

Skinfaxi - 01.05.2009, Page 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „Það er gott hljóð í okkur Skagfirðing- um og við lítum björtum augum til Ungl- ingalandsmótsins. Það var strax mikill áhugi í okkar röðum að taka að okkur mótið eftir Grundfirðingar hættu við. Undirbúningur hefur gengið vel enda erum við vel í stakk búnir að taka að okk- ur þetta mót. Þessi mót hafa verið að mótast í gegnum árin og eru tiltölulega í föstum skorðum. Hér á Sauðárkróki átti sér stað mikil uppbygging samhliða Unglingalandsmóti og Landsmóti 2004. Í dag njótum við góðs af því við allan undirbúning að komandi móti. Það má segja að við séum með allt meira eða minna klárt í sjálfu sér og ekki mikið sem þarf að gera til að halda mótið,“ sagði Halldór Halldórsson, formaður unglingalandsmótsnefndar á Sauðár- króki, í spjalli við Skinfaxa. Halldór er dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands vestra, en margir íþróttaáhugamenn muna eftir honum þegar hann varði mark FH-inga í knattspyrnu við góðan orðstír á sínum tíma. Aðspurður hvernig undirbúningur hefði gengið sagði Halldór að allar áætl- anir hefðu gengið eftir. „Eins og ég sagði vorum við meira eða minna tilbúnir að taka mótið að okkur. Við höfum afskaplega gaman af svona verkefnum og ekki síst að fá fólk hingað til okkar í Skagafjörðinn.“ Fyrst og fremst gaman og mikil áskorun að halda svona mót – Halldór Halldórsson, formaður unglingalandsmótsnefndar Innspýting í bæjarlífið – Hvernig er andrúmsloftið í bænum fyrir mótinu? „Það er mjög gott og bæjarbúar mjög jákvæðir í alla staði. Það er spennandi verkefni að fá hingað mikið af fólki og er um leið mikil innspýting í allt bæjarlífið. Fyrst og fremst er það gaman og mikil áskorun að halda svona stórt mót,“ sagði Halldór. Fjölskyldan saman Halldór segir Unglingalandsmótin hafa slegið gegn og að þau séu tvímælalaust frábært framtak í því að fá fjölskylduna til að vera saman um þessa stærstu ferða- helgi ársins. Mót sem hittir í mark „Ég verð að viðurkenna að ég var svo- lítið efins um framtíð þessara móta í upp- hafi en annað hefur heldur betur komið í ljós. Þetta mót hefur sannað gildi sitt og það hefur ekkert annað en verið að eflast og stækka undanfarin ár. Það er ríkir almenn ánægja með mótið hvar sem maður kemur. Mótin sameina fjölskyld- una og að halda þau um verslunarmanna- helgi var frábær hugmynd. Þetta eru mót sem svo sannarlega hafa hitt í mark. Þetta eru ekki bara mót fyrir ungmenna- félögin heldur eru þau öllum opin og allir geta tekið þátt,“ sagði Halldór. Hann sagði ennfremur að mótssvæðið væri tilbúið að taka á móti fjölda fólks. „Við tökum á móti öllum sem vilja koma og eiga góða helgi í skemmtilegu og fallegu umhverfi. Það er mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið að fá að halda mótið og við búum yfir dýrmætri reynslu frá mótshaldinu 2004. Bæði þau mót heppn- uðust afskaplega vel en við fengum fádæma veðurblíðu sem hjálpaði okkur mikið,“ sagði Halldór. Í undirbúningi fyrir mótið á Sauðár- króki í sumar þurfti ekkert að ráðast í framkvæmdir. Öll íþróttamannvirki eru til staðar eftir uppbygginguna samhliða mótunum 2004. „Mannvirkin, sem eru til staðar, bera svo sannarlega þetta mót í sumar. Hér eru glæsileg íþróttamannvirki á borð við frjálsíþróttavöllinn, íþróttahúsið og knattspyrnuvellina. Svo hefur verið lögð hér mjög góð mótokrossbraut.“ – Er ekki mikil tilhlökkun og spenningur í herbúðum ykkar fyrir mótinu? „Ég hlakka mikið til mótsins og til- hlökkunin er mikil meðal allra bæjarbúa. Þegar nær dregur mótinu munu sjálf- boðaliðar koma af fullum þunga að und- irbúningi og ég hef ekki trú á öðru en að vel gangi að manna öll störf. Meginundir- búningurinn hvílir á framkvæmdastjóra mótsins, Ómari Braga, sem býr yfir mikilli reynslu við undirbúning svona móts. Við ætlum að taka vel á móti fólki og von- umst eftir að sem flestir komi og njóti daganna vel meðan á mótinu stendur. Unglingalandsmótin er ódýr fjölskyldu- hátíð, einungis er greitt mótsgjald, en frítt er síðan á tjaldstæðin, kvöldvökur og leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, svo að eitthvað sé nefnt,“ sagði Halldór Halldórs- son, formaður unglingalandsmótsnefnd- ar UMFÍ á Sauðárkróki. Sauðárkrókur

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.