Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2009, Side 30

Skinfaxi - 01.05.2009, Side 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skagafjörður Upplýsingamiðstöð ferðamála á Norður- landi vestra Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð er opin allt árið og veitir upplýsingar um ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra og víðar. Skagfirskt handverk í úrvali – ullarvörur, minjagripir og fleira eigulegra muna. Frír aðgangur að nettengdri tölvu og alltaf rjúk- andi kaffi á könnunni. Sími 455 6161, info@skagafjordur.is Þéttbýli og sveitir í Skagafirði Skagafjörður er nálægt miðju Norður- landi, um 40 km langur og fullir 30 km á breidd milli Húnsness á Skaga og Straumness innan við Fljótavík, þreng- ist þó nokkuð innar en er samt 15 km breiður þvert yfir frá Reykjadiski. Fram í botn Skagafjarðar gengur Hegranes og eru breiðar víkur báðum megin þess og sandar miklir í botni. Siglinga- leið um fjörðinn er greið og er hann djúpur, þó gengur hryggur neðan- sjávar út frá Hegranesi og annar frá Áhugaverðir staðir í Skagafirði Drangey, 4–5 km til norðurs, og er Hólmasker nyrst á honum. Kemur það upp um fjöru. Innar á hryggnum eru Kvíslasker. Boðar og grunn eru út frá báðum endum Málmeyjar. Undirlendi er mikið í vestanverðu héraðinu, nema undir Tindastóli. Að firðinum austanverðum er nokkuð undirlendi og há fjöll að baki. Náttúru- legar hafnir eru engar, en skipalægi nokkur, þó flest ill frá náttúrunnar hendi. Inn af botni Skagafjarðar gengur mikill dalur samnefndur. Er hann einn mesti dalur landsins, breiður og grös- ugur, kringdur svipmiklum fjöllum. Aðalhéraðið er um 50 km langt en klofnar innst í þrönga dali er ganga langt inn í hálendið. Kallast þeir einu nafni Skagafjarðardalir, en hafa lík- lega heitið Goðdalir til forna. Undir- lendið er 5–10 km breitt en út frá því ganga þverdalir, bæði byggðir og óbyggðir. Austan að Skagafirði er hrikalegur fjallgarður en nokkru lægri fjöll að vestanverðu. Helstu eyjar á Skaga- firði eru Drangey og Málmey. Upp af firðinum er mikill dalur og breiður sem fyrr sagði og flatlendi mikið á Skaga. Helstu fjöll eru Tindastóll (989 m y.s.) vestan fjarðarins, Mælifells- hnjúkur (1138 m y.s.) er rís fyrir miðju héraði og Glóðafeykir (853 m y.s.) í Blönduhlíð. Suður af héraðinu greinast þrír dalir, Svartárdalur, Vest- urdalur og Austurdalur, en Norðurár- dalur gengur í austur inn af Blöndu- hlíð. Utar eru Hjaltadalur, Kolbeins- dalur og fleiri dalir þeim megin upp frá austurströnd fjarðarins. Meginvatnsfall sýslunnar er Héraðsvötn sem verða til af Jökuls- ám tveimur, Austari- og Vestari-, sem koma undan Hofsjökli. Þau falla til sjávar í tveimur kvíslum, sinni hvoru megin við Hegranes. Allmiklar ár falla úr flestum dölum, samnefndar þeim, en fossar eru engir teljandi, nema Reykjafoss (14 m) í Tungusveit. Helstu stöðuvötn eru Miklavatn í Borgarsveit, Höfðavatn á Höfðaströnd og Miklavatn í Fljótum, öll gömul sjávarlón. Aðalbergtegund í Skaga- fjarðarsýslu er blágrýti en grágrýti og móberg er á Skaga. Eldstöðvar eru engar, nema ævafornar, svo sem ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.