Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2009, Side 38

Skinfaxi - 01.05.2009, Side 38
38 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ársþing Héraðssam- bands Þingeyinga, HSÞ, var haldið á Þórshöfn 2. maí sl. Arnór Benónýsson var endurkjörinn formaður til eins árs. Þrjár breytingar urðu í stjórn sambands- ins. Úr stjórn gengu Einar Ingi Hermanns- son, Jóhann Rúnar Pálsson og Linda Baldursdóttir. Inn í stjórn komu Gunnar Sigfússon, Ágústa Ágústsdóttir og Ingvar Helgi Kristjánsson. Sæmundur Runólfsson, framkvæmda- stjóri UMFÍ, sæmdi á þinginu Sölva Stein Alfreðsson starfsmerki UMFÍ. Íþróttamaður ársins hjá HSÞ var kjörin Hafdís Sigurðar- dóttir. „Það var ákveðið að slípa betur samein- ingu HSÞ og UNÞ og láta hana virka betur. Í starfinu hjá okkur á þessu ári ber hæst þátt- töku okkar í Landsmótinu á Akureyri og Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki. Það er annars nóg um að vera í okkar starfi og við erum bjartsýnir á framhaldið,“ sagði Arnór Benónýsson, formaður HSÞ. Bjartsýni í starfi HSÞ og nóg um að vera Úr hreyfingunni Sæmundur Runólfsson, framkvæmda- stjóri UMFÍ, sæmir Sölva Stein Alfreðsson starfsmerki UMFÍ. Vel sótt héraðsþing USVH á Hvammstanga 68. héraðsþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, USVH, var haldið í félagsheimilinu á Hvammstanga 7. apríl sl. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, sóttu þingið. Júlíus Guðni Antonsson og Sigurbjörg Jóhannes- dóttir voru sæmd starfsmerki UMFÍ. Þingið var mjög vel sótt en langflestir þeir sem áttu rétt til þingsetu mættu. Engin breyting varð í aðalstjórn sam- bandsins en formaður USVH er Guðmundur Haukur Sigurðsson. Þingstörf gengu vel og að sögn Guð- mundar Hauks urðu nokkrar umræður um hvernig deila ætti fjármagni milli hinna ýmsu íþróttafélaga. Nokkur umræða var einnig um Unglingalandsmót en sveitar- stjórnin sér sér ekki fært að sækja um mót- ið með USVH 2011. Guðmundur Haukur sagði að samt sem áður hefði verið sam- þykkt áskorun til sveitarstjórnar um að skoða málið síðar. Fram undan hjá USVH er að undirbúa starfið í sumar en íþróttastarfið er mest á vegum hinna einstöku félaga. Sambandið stefnir á þátttöku í Landsmótinu á Akureyri og Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki. „Okkar starf er annars í hefðbundnum farvegi og fjárhagurinn bara góður,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ (í miðið) sæmdi þau Sigurbjörgu Jóhannesdóttur og Júlíus Guðna Antonsson starfs- merki UMFÍ á héraðsþingi USVH. Frá héraðsþingi USVH.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.