Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1950, Side 3

Ægir - 01.09.1950, Side 3
Æ G I R MANAÐARRIT fiskifélags islands 43. árg. | Reykjavík — september — október 1950 Nr. 9—10 Davíð Ólafsson: Sjávarútvegurinn 1949. Hin almenna efnahagsþróun í landinu á ai'inu 1949 hélt mjög áfram í sömu átt og VeriÖ hafði næstliðin ár. Verðlag og kaup- gjald fór yfirleitt hækkandi og orsakaði hækkandi framleiðslukostnað hjá sjávar- útveginum. Auk þess kom það til að gæta fór meiri erfiðleika á sölu ýmissa af- urða sjávarútvegsins, og fyrirsjáanlegt var, að þeir erfiðleikar mundu fremur fara vax- andi en minnkandi. Afleiðing þessara erfið- leika var einnig lækkandi verðlag á flestum sjávarafurðum. Ofan á þetta bættist svo enn það, að firnmta árið í röð brugðust sumarsíldveið- arnar við Norðurland hrapallega og vetrar- síldveiði varð engin í Faxaflóa. Það fór þvi ekki hjá því, að öll afkoma Sjavarútvegsins yrði mjög erfið á þessu ári. Allt frá árinu 1947 hafði verið haldið afram á þeiri braut, sem þá var í fyrstu farið inn á, að ríkissjóður ábyrgðist báta- útveginum lágmarksverð á helztu útflutn- mgsafurðum hans. Á árinu 1949 varð enn aframhald á þessum ráðstöfunum, og má ^egja, að þær hafi varðveitt bátaútveginn ^a algeru hruni, en hins vegar var það 3°st, að hagur hans sem og annarrar út- gerðar fór versnandi. Söfnuðu flest þau fyrirtæki, sem við útgerð fengust, miklum skuldum, og var hagur margra svo erfiður, að ekki varð fram úr ráðið, nema með sér- stökum ráðstöfunum þess opinbera í sam- bandi við aflabrestinn á síldveiðunum. Varð æ ljósara eftir því sem leið á árið, að sú leið, sem farin hafði verið með ríkis- ábyrgðinni, yrði ekki fær öllu lengur vegna erfiðleika þeirra, er á því hlutu að verða að afla þess fjár, sem til þyrfti að standa undir uppbótargreiðslunum. Auk þess var hér um að ræða leið, sem fól ekki í sér neina raunverulega lausn á vandamálum sjávarútvegsins. Loks var ljóst orðið, að versnandi fjár- hagsafkoma togaraútgerðarinnar krafðist sérstakra aðgerða af hálfu hins opinbera og með öllu var útilokað, að þar yrði farin sama leið og að því er snerti bátaútveginn. Allt þetta gerði það að verkum, að undir lolt ársins, er taka varð um það ákvarðanir, hversu snúast skyldi við þessum málum fyrir vetrarvertíðina 1950, var tekið að rann- saka til lilítar nýjar leiðir, enda þótt ákveða yrði til bráðabirgða að halda áfram á sömu braut og undanfarið. Munu þær athuganir og niðurstöður þeirra ekki verða ræddar hér frekar, þar

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.