Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1950, Side 4

Ægir - 01.09.1950, Side 4
178 Æ G I R sem þær snerta ekki það efni, sem hér er tekið til meðferðar, en það er sjávarút- vegurinn 1949. Með lögum um dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna, sem samþykkt voru á Al- þingi í desember 1948, var bátaútveginum tryggt sama verð á fiski fyrir árið 1949 og verið hafði árið 1948. Var það sem hér segir (pr kg, og miðað við slægðan fisk með haus): Þorskur, ýsa, langa, sandkoli . . kr. 0.65 Karfi, keila og ufsi .................. — 0.25 Steinbítur....................... — 0.45 Skarkoli og þykkvalúra: I. 1% lb. og þar yfir........ — 1.80 II. % lb. til 1% lb.......... — 1.50 III. 250 gr. til % lb......... — 1.10 Heilagfiski undir 15 kg.......... — 1.80 Stórkjafta, langlúra, grálúða .. — 1.00 Háfur ................................. — 0.20 Var sama verð fyrir fiskinn, hvernig sem hann var hagnýttur. Til þess að tryggja þeim aðiluin, sem verkuðu fiskinn, að þeir gætu greitt ofan- nefnt verð, var með fyrrgreindum lögum tryggt ábyrgðarverð á söltuðum og frystum fiski, en langsamlega mestur hluti fisks- ins var hagnýttur á þann hátt. Verð það, sem tryggt var á þennan hátt, var hið sama og árið áður. Fyrir frystan fisk kr. 1.33 á enskt pund (453 g) af þorskflökum með roði vafin í pergamentpappír, 7 lbs. hver pakki. Verð á öðrum fisktegundum og þorski í öðrum umbúðum var svo í sam- ræmi við þetta grunnverð á þorskflökunum- Á saltfiski var verðið kr. 2.25 pr. kg af ó- verlcuðum fiski nr. I, en samsvarandi verð á öðrum gæðaflokkum og tegundum. En auk þessa ábyrgðarverðs var greitt vegna freðfisksins hluti af geymslukostn- aði hans, eða kr. 25.00 á hverja smál. mán- aðarlega. Vegna saltfisksins var greitt gjald vegna rýrnunar á honum, er fór eftir því hversu lengi fiskurinn var geymdur. Nam gjald þetta 4%% fyrir fyrsta geymslumánuð saltfisksins, en fór síðan lækkandi niður í 1% eftir fjórða geymslumánuðinn. Var þetta hvort tveggja, geymslukostnað- urinn vegna freðfisksins og rýrnunargjald- ið vegna saltfisksins, til allmikilla bóta

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.