Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1950, Side 7

Ægir - 01.09.1950, Side 7
Æ G I R 181 uði. Um háveturinn eða í desember og jan- úar, voru tiltölulega fáir þessara báta gerðir út, eða aðeins 98 í desember og 100 í janúar, enda hófst vertið venju fremur seint að þessu sinni. Auk þess var nú engin vetrar- sildveiði stunduð eins og verið hafði á ár- unum 1947 og 1948. Yfirleitt má segja, að utgerð þessara báta hafi, að undanteknum þessum tveimur mánuðum, verið meiri og jafnari en á undanförnum árum. Um fjölda skipverja í þessum flolcki báta er það að segja, að lengst af var hann nokk- uð jafn, eða um 10 menn til jafnaðar á hvern bát, það er að segja á þeim tíma, sem aðalvetrarvertíð stóð yfir og einnig um sumarið, þegar aðalsíldveiði stóð yfir. Á öðrum tíinum, það er að segja á milli þess- ara tveggja vertíða um vorið og eins eftir síldarvertíðina, var tala manna jafnaðar- jega nokkru lægri, sem stafar af því, að hin- lr smærri bátar í þessum flokki stunduðu þá flestir dragnótaveiðar og einnig allmarg- ir hinna stærri stunduðu reknetjaveiðar, þar sem þörf er færri manna til þeirrar utgerðar en á linuveiðum eða síldveiðum uieð herpinót. Mótorbátar undir 12 rúml. voru svipaðir að tölu og árið áður, enda orðnir æðifáir í þeim flokki og fer yfirleitt fækkandi. Eru þeir mest gerðir út á vorin og sumrin og Urðu flestir að þessu sinni í júnímánuði, f j uð tölu, á móti 43, er þeir urðu flestir í julí 1948. Eru þessir bátar helzt gerðir út hl línuveiða á sumrum og einnig allmikið til dragnótaveiða. Á vetrarvertíðinni var tala skipverja Jafnaðarlega milli 6 og 7 á hverjum bát, en l)egar kom fram á sumarið og tekið var að stunda dragnótaveiðar, lækkaði meðaltala skipverjanna allinikið og varð 4—5. Eins og áður getur varð meiri þátttaka °pinna báta í útgerðinni að þessu sinni en aiið áður og raunar meiri en verið hefur um albnörg undanfarin ár. Aðalútgerðar- 11111 þeirra var eins og jafnan áður á vorin °g sumrin og nokkuð fram á haustið, en estir urðu þeir í júnímánuði, 265 að tölu, U lllótl 178 í maímánuði 1948. Voru þeir langflestir gerðir út til línuveiða, en fáeinir þó til dragnótaveiða um sumarið. Tala skipverja á þessum bátum var svip- uð að meðaltali allt árið eða að jafnaði 2—3 á hvern bát. Útgerð árabáta var eins og undanfarið ekki teljandi, en þó er talið, að í maí, júní, ágúst og september hafi verið gerðir út 2—4 slíkir bátar. Tæplega er þó hægt að tala um reglulega útgerð í þessum bátaflokki lengur. Botnvörpuveiðar í salt hafa lítið sem ekki verið stundaðar undanfarin ár af togurun- um, og var svo enn á þessu ári, en hins vegar stundaði eitt mótorskip saltfiskveiðar um vorið fyrir Norðurlandi. (Sbr. töflu II). Aftur á móti var botnvörpuveiði í ís stunduð nú af fleiri skipum en noltkru sinni fyrr. í fyrsta lagi stunduðu togar- arnir nær eingöngu þessa veiði, en aðeins fáir af hinum gömlu togurum fóru á síld- veiðar um sumarið. í öðru lagi var mikill fjöldi togbáta, sem stundaði botnvörpuveiði í ís, einkum framan af árinu og fram að síldveiðum. Mun tala togbáta aldrei hafa verið eins há og á þessu ári. í maímánuði var tala þeirra skipa, sem stunduðu botn- vörpuveiði í ís, hæst, 137 að tölu, en þar af voru 93 togbátar eða 20 fleiri en á fyrra ári, þegar talan var hæst. Um sumarið, þegar síldveiðarnar stóðu sem hæst, fækkaði tog- bátunum mjög, og í ágústmánuði voru að- eins 12 bátar, sem stunduðu þær veiðar, og voru þó venju fremur margir, sem ekki fóru til síldveiða að þessu sinni, en héldu hins vegar áfram öðrum veiðum, aðallega tog- veiðum. Eins og að venju lætur þá voru til- tölulega fáir bátar, sem stunduðu togveiðar eftir að kom fram á haustið, þannig voru aðeins 19 í nóvember og 10 í desember. Hin aukna þátttaka í fiskveiðunum kom einnig fram í því, að fleiri skip stunduðu nú þorskveiðar með lóð og netjuin en áður, bæði á vetrarvertíðinni, einkum seinni bluta liennar, er hinna smærri báta fór að gæta, og einnig um sumarið og haustið. Flestir urðu bátarnir í aprílmánuði, 413 að tölu, en böfðu árið áður orðið flestir í maí, 398. En einkum er það athyglisvert, að þátttak-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.