Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1950, Side 13

Ægir - 01.09.1950, Side 13
Æ G I R 187 A-vitaminmælingar á þorskalýsi voru eins °S áður veigamesti þátturinn í sýnishorna- rannsóknunum. Alls bárust rannsóknastof- Unni 838 sýnishorn af þorskalýsi, sem öll voru A-vitaminmæld. Auk þess var gerð full- komin útflutningsefnagreining á 64 þessara sýnishörna. Af fiskmjöli bárust stofunni 57 sýnishorn til efnagreiningar, þar af voru 30 rannsökuð vegna útflutnings. Þá voru efna- greind allmörg sýnishorn af síldarmjöli, karfanijöli, hvalmjöli, sildarlýsi og hvallýsi. Gerð var fituákvörðun á sýnishornum úr sildarförmum frá Suðvesturlandi, hvenær sem til náðist. Prófað var þanþol í miklum fjölda garnsýnishorna fyrir netjagerðir, verzlunarfyrirtæki og framleiðendur. 1 því sambandi var gerður allýtarlegur saman- burður á innlendum og erlendum garnteg- undurn fyrir innflutningsyfirvöldin. Meðal sjálfstæðra verkefna, sem unnið var að, má nefna eftirfarandi: Framkvæmdar voru umfangsmiklar til- raunir með bræðslu þorsklifrar. Miðuðust þær jöfnum höndum við framleiðslu lýsis °g nrjöls úr lifrinni. Framleidd voru lifrar- uijölssýnishorn og þau send erlendis til ákvörðunar á vitamin B12 og almennu fóð- urgildi. í þessu sambandi skal þess getið, ap rannsóknastofan tók að sér ákvörðun lýsistapa í De Laval lifrarbræðslu, sem sett var í hotnvörpunginn Jörund frá Akureyri. þótti mikils um vert að fá upplýsingar um þann árangur, sem ná mætti með tækjurn þessúmi, þar sem þau voru þau fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Niðurstöður þessara athugana liggja frammi á rannsóknastof- unni fyrir þá, sem hafa áhuga á þeim. Hafin var á árinu kerfisbundin rann- s°kn á efnasamsetningu og næringargildi yniissa nytjafiska. Var þetta gert samkvæmt °sk Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem °ít þarf á slíkurn upplýsingum að halda í sambandi við afurðasölu. Gert er ráð fyrir, a<5 rannsókn þessari verði haldið áfram þar til fengizt hefur heildarmynd af efnahlut- öllum í íslenzkum nytjafiskum. Rannsóknastofan hafði á árinu samvinnu Gð efnarannsóknastofu Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði og tæknilegan forstjóra verksmiðjanna um framleiðslu soðkjarna úr síldarsoði í tilraunaskyni. Lagði rann- sóknastofa Fiskifélagsins eimingartæki til þessara tilrauna, og sömuleiðis slcyldi einn af starfsmönnum hennar taka þátt i fram- leiðslutilraununum jafnframt annarri vinnu, sem hann hafði með höndum á Siglu- firði fyrri hluta sildveiðitímabilsins. Þátt- taka í framleiðslutilraununum kom þó ekki til, þar sem þær gátu ekki hafizt fyrr en eftir brottför þessa starfsmanns Fiskifé- lagsins, og önnuðust því starfsmenn síldar- verksmiðjanna þær einir. Alls framleiddu þeir 70 kg af soðkjarna á Siglufirði. Var framleiðslan miðuð við öflun upplýsinga, sem að haldi mættu koma við undirbúning soðkjarnaframleiðslu við síldariðnað lands- manna. Að aflokinni sildarvertið framleiddi rann- sóknastofa Fiskifélags Islands nokkurt magn af soðkjarna úr hvalsoði frá hval- vinnslustöðinni í Hvalfirði og sendi sýnis- horn af honum til erlendra rannsóknastofn- ana tiL ákvörðunar á vitamin B12 og próf- unar á föðurgildi hans. Reynt var eins og á undanförnum árum að afla sem reglulegast sýnishorna af síld, sem veiddist í Faxaflóa og við Suðvestur- land, til fituákvörðunar. Sýnishornin urðu þó færri en skyldi, eða 13 á timabilinu frá 21. júlí til 20. desember. Áberandi var, hve miklu feitari síldin var á þessu ári en nokkru sinni áður síðan rannsóknastofa Fiskifélagsins tók að mæla fitumagn í Faxa- flóasíld. Meðalfitumagn síldarinnar reynd- ist’vera 21.4%, þegar undan er skilið eitt sýnishorn af kræðu, sem rannsakað var. Hafin var athugun á möguleikum fyrir hagnýtingu fiskgalls. Gall úr sláturdýrum hefur um langan aldur verið hagnýtt. Verðlag á því hefur hins vegar til skamms tíma verið svo lágt, að lítt hugsanlegt var, að hægt væri að hagnýta fiskgall miðað við sama verðlag. Nýlega hefur eftirspurn eftir galli mjög aukizt vegna aukinnar fram- leiðslu lyfja úr gallsamböndum. Verðlagið hefur líka stórum hækkað, og eru nú nokkr-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.