Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1950, Qupperneq 24

Ægir - 01.09.1950, Qupperneq 24
198 Æ G I R 2. Síldveiðin. Sumarið 1949 var fimmta aflaleysisver- tíðin í röð á síldveiðunum. Að vísu voru all- ar þessar vertíðir ekki jafnslæmar, hvað aflaleysi snerti, t. d. var allmikill munur á verlíðunum 1946 og 1947 og svo aftur hin- um þremur, en telja má, að vertíðin 1949 hafi verið með þeim verstu, sem komið hafa. Eftir reynslu þá, sem fengizt hafði und- anfarin ár, var því ekki furða, þótt menn væru tregari til að senda skip sín til síld- veiða en áður, þar sem sýnilegt var, að því fylgdi mikil áhætta, og enn frernur voru all- margir útgerðarinenn, sem ekki treystu sér beint af fjárhagslegum ástæðum að senda skip sín enn einu sinni til síldveiða. Það fór því svo, að þátttakan í síldveiðunum varð töluvert minni nú en undanfarin ár, eða alls 199 skip á móti 242 skipum 1948 og 264 skipum 1947, en þá varð þátttakan meiri en áður hafði þekkzt. Brúttó rúm- lestatala þessa flota varð 16 778 rúml., eða 3000 rúml. lægri en árið áður, og tala herpi- nóta 198 á móti 236 árið áður. Meðalrúm- lestatala skipanna var því rúmlega 84 rúm- lestir, eða 2 rúml. meira en árið áður, og stafar það af því, að hin minnkandi þátt- taka skipanna mun hafa komið meira niður á hinum smæstu skipum, sem fóru til ým- issa annarra veiða, svo sem dragnótaveiða, og jafnvel þorskveiða, en fyrir hin stærri skip er lítið annað að gera um þetta leyti en að fara til síldveiða, enda eru þau hentugust til slíkra veiða, þegar afli er sæmilegur. Aftur á móti fækkaði tölu skipverja meira en tala bátanna gefur tilefni til að ætla, vegna þess að enn fór þeim hátum fjölg- andi, sem stunduðu síldveiðar með hring- nót. Langflest þeirra skipa, sem síldveiðar stunduðu, voru mótorskip, eða 187 alls, en .•iðeins fjögur botnvörpuskip og átta gufu- skip. Eins og að venju hófu flest skipin veiðar um mánaðamótin júní—júlí, en framan af júlímánuði var engin síldveiði. Veiddist fyrsta sildin ekki fyrr en komið var fram í 2. viku júlímánaðar og þá mjög óverulegt. Var svo allan júlímánuð, að veiði hélzt mjög lítil, svo að með fádæmum var. Þegar kom fram í 2. viku ágústmánaðar, glæddist aflinn heldur, og var nokkur afli þá um 3 vikna skeið, enda kom þá mest af síldinni á land á því tímabili eða nær %. Var vik- an frá 14.—20. ágúst bezta vika vertíðar- innar, og öfluðust þá alls 132 þús. mál og tunnur samanlagt. Þegar kom fram undir lok ágústmánaðar, minnkaði aflinn heldur, en í september varð aftur nokkur aflahrota við Norðausturland eftir norðanstorm, sem staðið hafði í nokkra daga og olli því, að flest veiðiskipanna liéldu heim. Nutu því að- eins fá skip þessarar hrotu og héldu út ó- venju lengi eða allt fram undir lok sept- cmbermánaðar. Má því segja, að síldarver- líðin í heild hafi staðið venju freinur lengi. Heildaraflinn yfir síldveiðitímann um sumarið var rúmlega 60 þús. smál., en hafði verið 53 þús. smál. árið 1948. Má því segja, að aflamagnið hafi verið heldur meira, þeg- ar tillit er tekið til þess, að skipin voru færri, en þá verður jafnframt að geta þess, að veiðitíminn var mun lengri að þessu sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.