Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1950, Page 26

Ægir - 01.09.1950, Page 26
200 Æ G I R a. Bræðslusíldaraflinn. Afköst síldarverksmiðjanna í landinu hafa litið aukizt frá því sem var árið áður. Sainkv. töflu XVI eru þau talin 102 850 mál miðað við sólarhring, en voru við árslok 1948 talin 97 850 mál. Á Norðurlandi og Norðaustur- og Austurlandi hefur ekki orð- ið nein aulcning á afköstum síldarverk- smiðjanna, en hins vegar varð nú fullgerð ein verksmiðja sunnanlands, í Reykjavík, sem talin er hafa um 5000 mála afköst á sólarhring. Var það síldarverksmiðjan Faxi í Reykjavík. Afkastageta verksmiðjanna sunnan- og vestanlands er því alls orðin 25600 mál, en norðanlands og austan 77 250 mál. Síldarverksmiðjurnar við Faxaflóa hafa þó ekki fengið neina síld til vinnslu enn, þar sem vetrarsíldveiði hefur engin orðið frá því þær voru auknar og hinar nýju hyggðar. Sama er að segja um hina fljót- andi verksmiðju Hæring, að hún hefur leg- ið i Reykjavík allt frá því að hún kom til landsins, og ekki fengið neina síld til vinnslu. Á árinu 1949 þótti ekki þurfa að flytja skipið til Norður- eða Austurlandsins á meðan á sumarsíldveiðunum stóð, vegna þess hversu horfur voru þá slæmar eftir þá reynslu, sem fengizt liafði af sumarsíld- veiðunum undanfarin 4 ár. Allar verksmiðjurnar á Norðurlandi og Norðausturlandi, eða allt frá Ingólfsfirði til Seyðisfjarðar, voru starfræktar um sum- arið, og einnig tók síldarverksmiðjan á Akranesi á mótii lítils háttar af síld, sem veiddist í herpinót i Faxaflóa í júlímánuði Var þó aðeins þar um að ræða tæpl. 600 mál síldar. Síld sú, sem verksmiðjurnar tóku á móti, nam alls 511 145 hl á móti 447 718 hl árið áður. Miðað við afköst allra verk- smiðjanna var því hér um að ræða síldar- magn, sem nægði aðeins til vinnslu í 4% sólarhring. Verður af þessu ljóst, hversu gífurlegt tjón verksmiðjanna hlýtur að hafa orðið. Þó kom þetta mjög misjafnt niður á hinum einstöku verksmiðjum. Allar ríkis- verksmiðjurnar samanlagt tóku á móti um 85% af heildarsildarmagninu, en afkasta- geta þeirra nemur þó ekki nema um 43% af afkastagetu verksmiðjanna norðanlands og austan. Af ríkisverksmiðjunum var það þó eingöngu Raufarhöfn, sem fékk noklcuð verulegt magn af sild til vinnslu, eða alls 209 þús. hl., eða sem svaraði 72% af allri

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.