Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1950, Side 35

Ægir - 01.09.1950, Side 35
Æ G 1 R 209 dagar, en hafði verið 13 966 dagar árið 1948, og var þá hærri en hann hafði verið nokkru sinni fyrr. Meðalúthaldstími allra skipanna var því 259 dagar, en séu gömlu togararnir ekki reiknaðir með, en úthaldstimi þeirra var aðeins 124 dagar að meðaltali, þá verð- ur úthaldstími hinna nýju skipa 290 dagar að meðaltali. Verður það að teljast allgóður úthaldstími, einkum ef tillit er tekið til þess, að af hinum nýju sldpum komu 5 ekki fyrr en nokkuð var liðið á árið, og voru því ekki gerð út nema hluta af árinu. Togararnir stunduðu nú aðallcga ísfisk- veiðar eins og undanfarin ár. Að tveimur skipum undanskildum stunduðu öll skipin þessar veiðar einhvern hluta ársins og flest þeirra eingöngu. Tala ferðanna var 436 eða 70 færra en árið áður. Svarar það til þess, íið 9V2 ferð lcomi á hvert skip að jafnaði. l'ala úthaldsdaga á ísfiskveiðunum var 11 587 á rnóti 13 776 árið áður, þannig að að meðaltali kemur á hverja isfiskferð 26.6 dagar, en 27.2 árið 1948. Samanlagt andvirði þess fisks, sem tog- ararnir fluttu út á ísfiskveiðunum, var £ 4 020 453, og var það £ 800 þús. minna en árið áður, cða því sem næst. Þá hafði söluupphæðin verið hærri cn nokkru sinni iyrr. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að hér er um að ræða brúttó upphæð, sem skipin hafa fengið fyrir fiskinn, en langt er frá, að allur sá gjaldeyrir, sem þannig fæst, komi til landsins. Allverulegur hluti af honum, og scnnilega ekki langt frá helm- ingi, fer til þess að greiða kostnað við lönd- Un fisksins, tolla og önnur gjöld og svo til þess að greiða kostnað skipsins vegna dval- ar í erlendri höfn, vistir og annan útbúnað fil skipsins. Til síldveiða fóru nú einungis 3 skip, hin soniu og árið áður, öll úr flokki hinna gömlu skipa. Var samanlagður úthaldstimi þeirra aðeins 133 dagar á rnóti 163 árið áður og veiðin aðeins 3781 mál og tunnur á móti 3951 máli og tunnum árið áður. Kom afla- lu'esturinn á síldveiðunum að sjálfsögðu cldd síður hart niður á togurunum en öðr- u® skipum. Sallfiskveiðar stundaði ekkert skip á ár- inu. Árið 1948 höfðu verið farnar 2 saltfisk- vciðiferðir og mjög stuttar, eða samtals að- eins 27 dagar. Getur varla heitið, að togar- arnir hafi stundað saltfiskveiðar svo nokkru hafi numið nú um mörg undanfarin ár, en þó voru á árinu 1947 farnar 39 saltfisk- veiðiferðir, og var samanlagður úthaldstími 488 dagar. Hins vegar var saltað nokkuð af togarafiski, en sá liskur hafði verið ísaður um borð og var ekki saltaður fvrr en eftir að honum hafði verið skipað upp. Þessi fiskur hafði verið ætlaður til útflutnings í is, en var skipað upp hér til söltunar vegna þess að ísfiskmarkaðirnir hrugðust. Þessi veiði er færð undir heitið önnur veiði í töfl- unni, og er talið, að 27 skip alls hafi stund- að þcssa veiði skemur eða lengur í saman- lagt 725 daga. Samanlagt lifrarmagn togaranna bæði á ísfiskveiðum og öðrum veiðum var að þessu sinni 66 801 fat á móti 79 480 fötum árið áður, en þá var lifraraflinn hærri en hann hafði verið nokkru sinni fyrr. Hefur lifr- armagnið minnkað hlutfallslega meira held- ur en aflamagnið gæti gefið til kynna, en það stafar af þvi, að tiltölulega meira aflað- ist nú af þeiin fisktegundum, sem úr fæst minni lifur, svo sem t. d. karfi og steinbítur. Heildaraflamagn togaranna yfir árið varð nú heldur minna en árið áður, eða 165 250 smál. á móti 173 035 smál. Að aflamagnið var þetta minna á sér þó þá skýringu, að vcrkfall var á logaraflotanum cinmitt um hávertíðina, í febrúar og marzmánuði. Mun ekki fjarri lagi að ætla, að vegna verkfalls- ins hafi aflinn orðið að minnsta kosti 12 000 smál. minni en ella hefði orðið, og kemur þá í ljós, að aflamagnið hcfur raunverulega orðið heldur meira en árið áður, ef verk- fallstiminn er dreginn frá. Má segja, að það hefði ekki heldur verið óeðlilegt, þótt afla- magnið hefði orðið eitthvað lítils háttar meira, þegar tillit er tekið til þess, að við- hót varð við togaraflotnnn á árinu, sem nam 5 nýjum togurum, cnda þótt útgerð hinna gömlu togara væri liins vegar töluvert minni en þá.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.