Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 62

Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 62
236 Æ G I R smál. meira en árið áður. Til annarra landa fór ekki teljandi magn af saltsíld að þessu sinni, enda hafa önnur lönd ekki verið talin markaðslönd fyrir saltsíld að undan- teknu Þýzkalandi, sem enn hafði ekki komið til sem kaupandi íslenzkrar salt- síldar, en var hins vegar fyrir styrjöldina eitt með hinum beztu mörkuðum. Af frystum hrognum var mjög lítið flutt út, cnda hefur frámleiðsla þeirra verið sáralítil undanfarið, en langsainlega mest- ur hluti hrognanna hefur verið saltaður cða kryddaður. Útflutningur salt- og krydd- lrrogna var alls 2245 smál. og var það nær tvisvar sinnum meira en árið áður, en þá var magnið 1265 smál. Var Svíþjóð að þessu sinni langstærsti kaupandinn og keypti 1360 smál. á móti 779 smál. árið áður, en næst kom Frakkland með 875 smál. á móti 464 smál. árið 1948. Til ann- arra landa fór ekki teljandi magn af salt- hrognum. Salthrognin eru hér einnig talin í smál. en áður i tunnum, en ekki mun hér heldur fjarri lagi að ætla 100 kíló meðal- innihald i hverri tunnu. Þess hefur áður verið getið, að fram- leiðsla hvalafurða var töluvert meiri nú en árið áður, enda kernur það og fram i útflutningi hvallýsisins, enda þótt raunar nokkuð af framleiðslu 1948 hafi ekki verið flutt út fyrr en á árinu 1949. Alls nam út- l'lutningur hvallýsisins 2500 smál. tæpl„ og var það um þrisvar sinnum meiri útflutn- ingur en árið áður, þegar hann nam að- cins 773 smál. Mestur hluti hvallýsisút- flutningsins fór til Bretlands, eða 1750 smál., og var þar um að ræða lýsi, sem selt var upp í síldarlýsissamninginn, þar sem ekki tókst að uppfylla það magn, sem þar hafði verið samið um af sildarlýsi. Minna magn fór svo til Hollands og Dan- merkur eins og árið áður. Aðrar hvalafurðir voru hvallifur og hval- mjöl, um 500 smál. af hinu síðarnefnda, en af því hafði lítið sem ekkert verið fram- leitt árið 1948 og var því ekki um útflutn- ing að ræða á því ári. Fór hvalmjölið til sömu markaða og l'iskmjölið og síldar- 9. Beitufrysting. Á árinu 1948 var beitufrysting mjög mikið minni en tíðkast hafði áður og miklu minni en svo, að talið væri nægjandi fyrir í hönd farandi vetrarvertíð. Var það hvort tveggja, að sumarsíldveiðin norðanlands brást mjög um sumarið og einnig liitt, að vetrarsíldveiðin um haustið og veturinn 1948—1949 brást því nær alveg. Var því sýnilegt í byrjun vetrarvertíðar 1949, að mikill skortur yrði á beitusíld þá á ver- tiðinni. Beitunefnd greip þess vegna til þess ráðs þegar í upphafi vertíðar 1949 að gera ráð- stafanir til öflunar beitusíldar frá Noregi, en síldveiðarnar þar hefjast svo sem kunn- ugt er um miðjan eða fyrir miðjan janúar ár hvert. Greiddi nefndin fyrir innflutn- ingi beitusíldarinnar eftir þörfum. Alls var flutt inn frá Noregi sem svaraði 14 760 tunnum af frystri síld og fór mestur hluti ]iess lil veiðistöðvanna í Sunnlendingafjórð- ungi, eða tæplega 8600 tunnur. Til Aust- fjarða fóru 2365 tunnur, en þar var beitu- skortur sérstaklega tilfinnanlegur. Til Vest- l'jarða og Norðurlandsins fór hins vegar mjög lítið af þessari síld. Loks var nokkur hluti af síldinni l'luttur hingað beint með það fyrir augum að endurselja hana Fær- eyingum, sem stunduðu veiðar hér við land og við Grænland. Þótti það að sjálf- sögðu mjög mikið neyðarúrræði að þurfa að gripa til innflutnings á beitusíld frá Noregi, en eins og á horfðist varð ekki hjá því komist að fara út í þann innflutning, cf forða átti linubátaflotanum frá algjörri stöðvun vegna beituleysis. Beitunotkunin mjölið, en það er svo sem kunnugt er notað lil sömu hluta. Hvalkjöt var hins vegar ekkert flutt út á árinu, en á árinu 1948 nam útflutningur þess 864 smál. Virð- ist svo sem tckið hafi fyrir að mestu leyti uin möguleika á sölu á þeirri vöru. Útflutningur annarra sjávarafurða var ekki teljandi, en nefna má hákarlalýsi og fiskroð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.