Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1950, Síða 68

Ægir - 01.09.1950, Síða 68
242 Æ G I R en 3.5 metrar á breidd, en dýpið við stór- straumsfjöru aðeins 1.5 metrar. Er bryggj- an steypt og grjótfyllt með steyptri þekju. Djúpivogur. Þar var steypt yfir landgang hafskipabryggjunnar, sem gerð var á ár- inu 1948, og að öðru leyti gengið endan- le|ía frá mannvirkjum þessum. Höfn i Hornafirði. Þar var unnið áfram að dýpkun með sanddælu. Ný hafskipa- bryggja var gerð við dýplcunarsvæðið fram af víkinni, sem fyllt var upp á árinu 1948. Er bryggja þessi staurabryggja 10 metra löng og 8 metra breið. Dýpið við bryggj- una er um 4 metrar um stórstraumsfjöru. Vestmannaeyjar. Allmikið var unnið að dýpkun Vestmannaeyjahafna á nokkrum svæðum. Lokið var við stækkun á Vogin- um, sem myndar svo nefnda Friðarhöfn, og er hann nú lengdur um helming frá því sem áður var. Innsiglingin var víkkuð og dýpkuð innantil í höfninni, og svo nefndur Færeyingapollur innst í höfninni lítið eitt dýpkaður. Unnið var að því enn fremur að lengja Friðarhafnarbryggjuna um 100 metra og var því verki næstum lokið. Eyrarbakki. Haustið 1949 var hafin dýpkun innsiglingarleiðarinnar inn á báta- leguna á svæði því, sem nefnist Skúma- slaðaós. Er það þröng renna fremur erfið yfirferðar um fjöru. Var sprengt allmikið og tekið upp grjót og meðal annars teknir burtu 3 þröskuldar, sem verstir hafa reynzt. Þorlákshöfn. Hafnargarðurinn þar var lengdur um rúinlega 50 metra, en breidd lians er 10 metrar. Er garðurinn nú alls orðinn 170 metrar á lengd og nær út á dýpi, sem er um 5 metrar miðað við stór- straumsfjöru. Grindavík (Járngerðarstaðir). Þar var unnið allmikið að dýpkun. Efri hluti renn- unnar (um 130 metrar) inn í Hópið var dýpkaður niður í 3 metra dýpi miðað við stórstraumsfjöru, en hann var áður um 2 metrar. Einnig var rennan breikkuð nokk- uð til austurs. Þar fyrir framan reyndist klapparrimi í botni á 2 metra dýpi og 15 nietra bili svo lítið var unnt að dýpka þar 12. Vitabyggingar. Enginn nýr viti var byggður á þessu ári, en hins vegar var endurbyggt vitahúsið í Grimsey á Steingrimsfirði. Hefur orðið nauðsynlegt á seinni árum að endurhyggja nokkur vitahús, sem orðin voru gömul og úr sér gengin. Þá var byggt vélahús við radiovitann á Hornbjargi. Enn fremur voru sett til hráðabirgða Ijóstæki í vitana í Jökulfjörðum og Arnar- firði. að þessu sinni. Fyrir framan aflur á móti reyndist dýpra niður á klöppina, og var rennan dýpkuð þar í 2.5 metra. Inni á sjálfu Hópinu var allstórt svæði inn að hafnargarðinum dýpkað í 3 metra. Keflavik. Efri hluti hafnargarðsins í Keflavík var styrktur og hækkaður á um 00 metra bili. Settur var járnbentur stein- steypuveggur utan við, sem náði 1 metra yl'ir eldri skjólvegg garðsins og hvíldi á þeim grjótfláa, sem var þar fyrir. Allmikið af stórgrýti var síðan sett útfyrir til við- bótar við fláann. Ein af bátabryggjunum innan við garðinn var lengd um 12 metra, cn breidd hennar er 10 metrar. Dýpi við enda bryggjunnar er nú um 3 metrar mið- að við stórstraumsfjöru. Njarðvík. Klapparnefsbryggjan var lengd um 26 mctra og bryggjan öll hækkuð um 1 metra á 160 nietra bili. Lokið var við steypt plan með skjólvegg norðan við Vogar. Steypt var um 30 metra löng og Jjryggjuna. 7 metra breið bátabryggja út frá Þóruskeri og lokið við grjótfyllingu á skerinu. Hafnarfjörður. Hafnargarðurinn sunnan megin fjarðarins var lengdur um 150 metra og var um áramótin orðinn um 310 metra langur. Dýpi við garðsendann er orðið um 5 metrar á stórstraumsfjöru. Er garðurinn byggður ú.r grágrýti, sem sprengt er úr Hvaleyrarholti. Ytri flái hans er stein- steyptur og að ofan steypt akbraut 4.5 nietra breið með skjólvegg á ytri brún.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.