Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1978, Side 30

Ægir - 01.12.1978, Side 30
tonn og hefur þa5 verið að auk- ast á hverju ári og hjálpar þetta allt saman til að auka afla- magnið eins og Þorsteinn gat réttilega um áðan, en jafnframt hefur löndunarhraðinn aukist mest á þessu umrædda svæði. Aukinn löndunarhraði myndi á- byggilega leiða til mestrar aflaaukningar, ef við þyrftum að auka aflamagnið. Björn: Ég hélt nú ekki að við værum að tala um hvað verksmiðjurnar ættu að gera, ég hélt að við værum að tala um líkanið hans Ingjalds og hvort hægt væri að auka afla með því. Það er ótal margt sem verksmiðj- urnar geta gert til þess að auka afköst sín og flýta löndun, en ég vil bara benda á það, að lönd- unartíminn hefur verið um 8— 9% af allri vertíðinni. Og þó að hægt sé að stytta þetta um þriðjung eða helming, þá er það samt sem áður ekki nema 2— 3% af heildartímanum. Þetta er að vísu mjög þýðingarmikið, en ég hélt að þetta væri ekki til umræðu hér. Að lokum vil ég segja það, að mín sannfæring er sú, að fyrr eða síðar verð- ur eitthvað í þessa átt gert. Ég hallast að líkani Páls, kannski af því að ég þekki það betur, það er að segja eingöngu hvetjandi líkani ekki skipandi, enda verði reiknað út fyrir skip- stjóra í hvert einasta sinn verð pr. kíló pr. mílu, þannig að þeir ráði hvert þeir fara, bara að þeir fái borgað eftir því. Ég þekki ekki eins vel líkan Ingjalds, sem byggist á biðraðakerfi, sem ég þekki ekki, en ég held að hægt sé að nota tölvu á þennan atvinnuveg eins og aðra. Það eru miklu flóknari hlutir en þetta, sem eru tölvustýrðir er- lendis í dag. Ingjaldur: Hér hefur komið fram, að menn eru ekki trúaðir á það, að auka megi afla með hagræð- ingu á löndun. Andrés hefur lagt áherslu á, að stytta verði þann tíma, sem fer í bið og löndun. Það er einmitt það, sem ég hef gert í þessari athugun, en að vísu á breiðari grundvelli en Andrés hugsar sér, þar sem ég hef athugað hvernig haga beri löndun þannig að hagsmun- ir heildarinnar séu tryggðir. Það er rétt, sem bent hefur ver- ið á, að við ráðum hvorki við veður né hegðun loðnugöngunn- ar. Það á þó ekki að koma að sök, þar sem ekkert er auð- veldara en endurskoðun útreikn- inga ef forsendur breytast. Einnig hefur verið bent á, að ekki komast allir bátar inn á hverja höfn. Mjög auðvelt er að gera ráð fyrir sliku, enda er til- gangurinn með stýringu á lönd- un hvorki, að bátar strandi á grunnsævi, né farist í óveðri. Ég viðurkenni, að hér er um mjög flókið vandamál að ræða. Það er hinsvegar staðreynd, að erlendis hafa mun flóknari vandamál verið leyst með sam- bærilegum aðferðum. Ég er sannfærður um, að innan nokk- urra ára verður loðnulöndun stýrt með líkani, hvort sem það verður í líkingu við líkan Páls Jenssonar eða mitt, enda hefur ekkert komið fram hér, sem bendir til, að það sé ekki mögu- legt. Þorsteinn: Það, að stytta afgreiðslutím- ann á haust- og vetrarvertíð gæti munað því, þegar upp stytti að skip næði í mörgum tilfellum tveimur túrum í stað- inn fyrir einn. Ég sé að Ingjald- ur hefur tekið þetta inn í sitt líkan. Aftur á móti hef ég þá trú, að likan Páls geti hjálpað til við ábendingar, því það getur verið gott að benda mönnum á, og leyfa þeim svo að velta hlutunum fyrir sér, og þannig stuðla að því, eins og Bjöm kom inn á í sambandi við norsku aðferðina, að reyna á einhvem hátt að fá stærri skipin a.m.k. til að sigla. Mín skoðun er sú, að við okkar staðhætti verði virkast að hafa sterkan flutn- ingasjóð til örvunar siglingun- um, og yrði þá tekin ákvörðun um úthlutun og bótaupphæðir úr sjóðnum frá degi til dags. Þó okkur finnist e.t.v. nóg að gert í sambandi við stjórnun loðnu- veiðanna, þá hafa opinber af- skipti seinustu árin af veiðum og verksmiðjurekstri orðið viss hvati til að náðst hefur betri ár- angur. Þetta hefur vakið áhuga og opnað augu býsna margra á því hve mikið er í húfi og hve mikil verðmæti eru þarna á ferðinni. En vemm þess minn- ugir í sambandi við veiðarnar og aðstæður allar, að það eru svo mörg atriði sem við í landi vitum bara ekki um. Þess vegna eru það fyrst og fremst skip- stjórarnir sem verða að taka á- kvarðanirnar hverju sinni. Haraldur: Eins og áður hefur komið fram hér hjá mér, þá hef ég mjög litla trú á, að hægt sé að tölvustýra loðnuflotanum frá landi. Við erum það háðir veðr- áttunni og öðm slíku, að á- kvarðanirnar verða að vera teknar á hverjum tíma, og yfir- leitt samstundis, eftir því sem hlutimir gerast og aðstæðurnar breytast. Loðnuveiðarnar eru það frábmgðnar öðrum atvinnu- vegum, að það er naumast nokkuð hægt að finna sem er sambærilegt, og ég tel engan færari um það að eiga við þessa hluti og að taka á- kvarðanir þar að lútandi en skipstjórana. Það er aftur á móti alveg sjálfsagt, að allt sé gert til að stuðla að því að allar upplýsingar úr landi, sem við þurfum á að halda i sambandi 554 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.