Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1978, Side 49

Ægir - 01.12.1978, Side 49
NÝ FISKISKIP Ingimar Magnússon ÍS 650 15. október s.l. afhenti Skipa- smíðastöð Guðmundar Lárus- sonar h.f. á Skagaströnd 15 rúmlesta (36 feta) fiskiskip úr trefjaplasti, smíðanúmer 14, sem hlotið hefur nafnið Ingimar Magnússon ÍS 650, og er fjórða fiskiskipið úr trefjaplasti, sem stöðm afhendir. P'yrstu tvö skip- in voru afhent á s.l. ári þ.e. Anný HU 3, 36 feta gerð (sjá 20. tbl. Ægis 1977) og Sindri RE 46, 28 feta gerð, og fyrr á þessu ári afhenti stöðin Sif IS 90, 36 feta gerð, (sjá 8. tbl. Æg- is 1978). Hliðstætt fyrri skipunum þremur þá var skipsbolur þess- arar nýsmíðar, ásamt stýris- húsi, keyptur frá fyrirtækinu Halmatic Ltd. í Skotlandi, en smíðinni síðan lokið hjá stöð- inni, innréttingar, niðursetning á véla- og tækjabúnaði og frá- gangur. Ingimar Magnússon ÍS er í eigu Guðmundar V. Hallbjörns- sonar, Guðmundar Ingimarsson- ar, sem jafnframt er skipstjóri, og Hilmars Gunnarssonar, Suð- ureyri. Bolur skipsins er byggður skv. Lloyd’s Register of Shipp- ing um smíði plastfiskiskipa. Fremsti hluti þilfars er með reisn, en undir þilfarinu er skip- inu skipt í fimm rúm með vaitns- heldum krossviði. Fremst undir þilfari er stafnhylki (keðju- kassi), þá lúkar með tveimur hvílum, bekk og eldunaraðstöðu, olíukynt Sóló-eldavél, en þar fyrir aftan vélarrúm, fiskilest búin álstoðum, álborðum og gólfplötum úr trefjaplasti, og aftast skuthylki. I vélarrúmi eru tveir brennsluolíugeymar en ferskvatnsgeymir er í skuthylki. Stýrishús er framantil á þilfari, yfir lúkar og vélarrúmi, og teng- ist framhlið þess lúkarsreisn. Mastur er í afturkanti stýris- húss og á því bóma. Fastur tog- gálgi er aftast á þilfari. Aðalvél er Mercraft Econ -O-Power, gerð 180, sex strokka fjórgengisvél með for- þjöppu og eftirkælingu, sem skilar 137 hö við 2200 sn/mín. Við vélina er niðurfærslugír frá Twin Disc, gerð MG 506, niður- færsla 2.91:1, og fastur skrúfu- búnaður, skrúfa er 3ja blaða frá Dains, þvermál 813 mm. Tvær vökvaþrýstidælur eru reimdrifnar af aðalvél um afl- úttaksbúnað, sem tengist fremra úttaki aðalvélar. Vökvaþrýsti- dælur eru tvær frá Dowty, gerð 3P 3180 og skila 80 1/mín við 1500 sn/mín og 120 kp/cm3 þrýsting hvor dæla. Fyrir raf- kerfið er einn 2.9 KW, 24 V rafall frá Motorola, drifinn af aðavél. Stýrisvél er frá Scan Steering, gerð MT 180, rafstýrð og vökvaknúin, snúningsvægi 180 kpm. Fyrir vélarúm er rafdrifinn blásari. Rafkerfi skipsins er 24 V jafnstraumur. Upphitun í lúkar er með Sóló-eldavél. Fyrir neyzluvatnskerfið er ein raf- drifin Jabsco dæla. í skipinu eru tvær vökva- knúnar togvindur (splittvindur) frá Elliða Norðdahl Guðjóns- syni. Hvor vinda er búin tromlu (150 mm“x570 mm0x47O mm), sem tekur um 485 faðma af iy4" vír, og er knúin af Dan- foss vökvaþrýstimótor án nið- urfærslu. Togátak vindu á miðja tromlu (360 mm0) er um 0.72 t. Línuvinda er frá Elliða Norð- dahl Guðjónssyni, gerð F-315, knúin af Danfoss vökvaþrýsti- mótor, togátak um 0.6 t. Færa- vindur eru einnig frá Elliða Norðdahl Guðjónssyni af gerð- inni Elektra Maxi (rafdrifnar), og eru sex talsins. Vökvaknún- um vindum er stjórnað frá stjórnpúlti aftan við stýrishús. Helztu tæki í stýrishúsi: , Ratsjá: Furuno FRS 24/48, 48 sml. Seguláttaviti: Observator, 6" í borði. Sjálfstýring: Scan Steering, Helmsman 200. Dýptarmælir: Wesmar R 200. Talstöð: Skanti TPR 2000, 200 W SSB. Örbvlgjustöð: ITT Marine, STR 25. Af öðrum búnaði má nefna Regency örbylgjuleitara, einn 4ra manna Viking gúmmíbjörg- unarbát og Callbuoy neyðartal- stöð. Mesta lengd 11.16 m Lengd milli lóðlína 9.95 m Breidd (mótuð) 3.75 m Dýpt (mótuð) 1.93 ra Lestarými 15 m3 Brennsluolíugeymar 1.20 m« Ferskvatnsgeymir 0.45 m» Rúmlestatala 15 brl Skipaskrárnúmer 1524 ÆGIR — 573

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.