Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1978, Side 50

Ægir - 01.12.1978, Side 50
ÁTÆKJAMARKAÐNUM Staðarákvörðun með hjálp gervitungla Simrad NX Allt frá árinu 1957, þegar fyrsta gervitunglinu var skotið á ioft, hefur notkun þessara tungla aukist hröðura skrefum á margvíslegan hátt. Eitt svið þessarar notkunar er staðar- ákvörðun flugvéla og skipa. Fyrstu gervitunglin til þessara nota, voru send á loft á árunum 1962—63, en það kerfi, sem al- menn umferð hefur aðgang að í dag, byggir á tunglum frá árunum 1967—70. Nú eru til varahnettir á jörðu niðri, sem tilbúnir eru til notkunar, ef þeir, sem uppi eru, bila, og eru allar líkur á að kerfi þessu verði haldið við, sem aðalstaðar- ákvörðunarkerfi, í náinni fram- tíð. í upphafi voru móttökutæki fyrir þetta kerfi óheyrilega dýr, en með stórstígum framförum í rafeindatækni og aukinni notkun þessara tækja, er verðið að nálgast það sem forsvaran- legt getur talizt fyrir almenna notkun. Þegar sent er út frá stöð á jörðu niðri, skiptist útsenda bylgjan í tvennt, jarðbylgju og rúmbylgju, en sú síðarnefnda endurkastast til jarðar frá him- inhvolfinu, og getur verið erfitt að finna út, hvor bylgjan það er, sem móttekin er. Þetta or- sakar takmörkun í langdrægni, t.d. Decca kerfið, eða gerir mót- takara flókna, t.d. Loran kerfið. Þetta skeður ekki, þegar sendir- inn er á lofti, og því minnka áhrif dags og nætur ásamt á- hrifum veðurfars til muna á ná- kvæmni kerfisins. Sjálf stað- setningarákvörðunin er eins og í eldri kerfum, þar sem mót- teknar sendingar, frá tveim sendistöðvum, gefa eina staðar- línu, og tvær eða fleiri staðar- línur ákveða staðsetninguna. Þar sem gervitunglin eru á hreyfingu, þá nægir að fá send- ingu frá einu tungli með tiltölu- lega stuttu miliibili til að á- kvarða staðarlínu. Með endur- teknum sendingum sama tungls fást þannig fleiri staðarlinur og staðarákvörðun getur því feng- ist með sendingum aðeins eins tungls. Decca, Loran og Omega staðarákvörðunarkerfin byggja á fjarlægðarákvörðun, með mæl- ingum á fasa- eða tímamun, en gervitunglakerfið notar „Dopp- ler-effekt“, sem byggir á því, að bylgjutíðni sem móttekin er, er háð því, hvernig móttakandi og sendandi, sem sendir út á fastri tíðni, hreyfast innbyrðis. Ef stefna og hraði beggja aðila er þekktur, ásamt staðsetningu sendanda, er unnt með endur- teknum sendingum og útreikn- ingum að ákvarða staðarlinur móttakanda. Sérstakar stöðvar á jörðu niðri fylgjast með ferðum gervitunglanna, og reikna út væntanlega sporbauga þeirra, og senda þær upplýsingar til tungl- anna á 12 tíma fresti. Þessar endurnýjuðu upplýsingar senda tunglin síðan út fyrir móttöku- tækin að vinna úr. Hver send- ing gervitungls varir í tvær mínútur, og í upphafi og enda þessa tímabils sendir tunglið upplýsingar um staðsetningu sína. Ein sending, ásamt stefnu og hraða skips, nægir til að ákveða eina staðarlínu, en út- sendingar tunglanna koma með tveggja mínútna millibili, og ný iína fæst í hvert skipti. Nýrri útgáfur af gervitunglamóttökur- um eru þannig útbúnar, að unnt er að tengja vegmæli og gyroáttavita við tækin, þannig að örtölva móttakarans fær allar upplýsingar sem hún þarf, sjálfvirkt. Það er aðeins þegar tækið er sett í gang, sem gefa þarf upp grófa staðsetningu skipsins ásamt tímasetningu. Á lágum breiddargráðum er unnt að fá 13—15 staðsetningar á sólarhring, en 30—40 á hærri breiddargráðum, þar sem líkur eru á að ná sendingum fleiri tungla, en pau fara öll yfir pólana. Á svæðinu milli 60. og 70. breiddargráðu næst sending að jafnaði fimmtugustu hverja mínútu. Á milli sendinga reikn- ar örtölva móttakarans stað- setningu skipsins, út frá hreyf- ingum þess. Fyrsti gervitunglamóttakar- inn sem settur var um borð í

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.