Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1980, Síða 12

Ægir - 01.09.1980, Síða 12
væri í tengslum við sýninguna og fjallaði um „Fisk og næringu“ leiddi til þess að stærri hluti þess hrá- efnis er frá hafinu kæmi yrði notað til manneldis. Síðastur á mælendaskrá við opnunina var for- sætisráðherrann Odvar Nordli. Kvað hann sér það mikið ánægjuefni að fá að bera Nor-Fishing 1980 kveðjur frá ríkisstjórninni, en þetta væri áttunda opinbera norska fiskveiðisýningin og væri það eitt sér næg ástæða til að halda áfram þeirri venju sem hún hefði fengið jafnt innan- sem utanlands frá, og kvaðst hann draga af því þá ályktun, að þetta stað- festi hina mikilvægu stöðu Noregs í heiminum sem fiskveiðþjóðar. Sjávarútvegur Noregs hel'ði verið og væri afgerandi þáttur í byggðastefnu þeirrisemfylgt hefði verið, um það væru allir sammála í grund- vallaratriðum. Þetta væri grunnurinn sem stefna ríkisstjórnarinnar og þingsins væri byggð á til lausn- ar þeim erfiðleikum sem að sjávarútveginum steðj- aði og væri stefnt að því að sjávarútvegurinn yrði sniðinn að þörfum almennings hvað við kæmi bú- setu og fjárhag. Nú væru þrjú og hálft ársíðan 200 sml. landhelgin hefði komið til sögunnar og því væri ekki að leyna að innan sjávarútvegsins gætti nokkurra vonbrigða vegna þess að árangurinn af friðun þeirri er upp hefði verið tekin, hefði ekki skilað sér að því marki sem vonast var til. Aftur á móti hefði hann sjálfur aldrei verið í vafa um að sá timi kæmi að árang- urinn af 200 sml. landhelginni myndi skila sér, og að sjávarútvegurinn ætti eftir að dafna á ný. Odvar Nordli endaði ræðu sína með því að árétta að með Nor-Fishing hefðu Norðmenn náð langt út fyrir landamæri sín, bæði fyrir eigin framleiðslu, og eins í því að tengja saman fulltrúa hinna marg- víslegu greina í norskum sjávarútvegi og fylgjast með nýjustu framförum hvað viðvéki fiskiskipum, veiðarfærum, rafeindatækni o.s.frv. Menn hittust, framleiðendur, seljendur og notendur og það væri ekki síður mikilvægt. Að svo búnu lýsti forsætisráðherrann sýninguna opna almenningi. Sýningin Sjávarútvegssýning þessi var mjög yfirgripsmikil og gaf sýningunni í Osló 1978 ekkert eftir að því leyti, nema síður væri, en í Þrándheimi voru alls 196 sýningaraðiljar frá 10 löndum með vörur frá 403 framleiðendum. Sömu tölur frá Osló voru 155 sýn- ingaraðiljar frá 15 löndum og vörur frá 334 fram- leiðendum. NiðaróshöUin í Þrandheinii, vellvangur sýningarinnar. (Ljosn ■ Schröder). Eftirtektarvert var hve lítið bar á erlendum g£St' um og var það álit flestra þegar þetta mál bar 2 góma, að með því að halda sýningu sem þessa ur alfaraleið á þotuöld væri í raun verið að beina henn> meira að norskum hagsmunum, þar sem útlending3' ættu síður tök á að sjá hana, en væri hún t.d. hald>n í Osló. Það sem þó líklega veldur mestu um bve lítið var um erlenda gesti á þessari sýningu, er að al að því ómögulegt var að fá inni á hóteli í Þran heimi eða nágrenni. Þegar farið var að athuga um þátttöku Islen inga í sýningunni kom í ljós að aðeins 3 framle' endur í sjávarútvegi voru þátttakendur (á móti 10 a World Fishing sýningunni í Kaupmannahöfn í sum ar), og þar af voru tveir saman með einn bás. S'° sem vera bar var stefnan fyrst sett á íslensku sýn ingarbásana. K I J flOf' Stefán Jónsson, forstjóri, er umboðsmaður ,, Trausts n/y egi og sá um kynningu á fyrirtœkinu á sýningunni. Siefa" sill eigið fyrirtœki í Noregi. sem þjónar sjávarútveginum o um grunndvelli, en áður slarfaði hann árum saman.fyr" " rad“, bœði hér heima (á ísafirði) og í Noregi. Forráðamenn sýningarbáss ,, Trausts h/f v°* - fyrstir teknir tali, en það fyrirtæki hefur ver> 460 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.