Ægir - 01.09.1980, Blaðsíða 30
Efni ,, Reytings“ er að þessu sinni sótt í nýút-
komna skýrslu,, Matvœla og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu Þjóðanna“ (FAO), um yfirlit í sjávar-
útvegsmálum heimsins á s. I. ári og horfur áþessu ári.
Flestar tölur í skýrslu þessari eru bráðabirgða-
tölur, en stuðst er við endanlegar tölur fyrir fyrstu
9 mánuði ársins 1979.
Framtíðarhorfur í fiskveiðum heimsins eru í aðal-
atriðum þær, að þrátt fyrir aukna sókn, er ekki gert
ráð fyrir að um neinar verulegar breytingar eða aukn-
ingu í fiskveiðum verði að ræða á þessu ári. Helstu
orsakir þess að heimsaflinn mun sennilega haldast
óbreyttur eru eftirfarandi:
1. Með innleiðingu 200 sjómílna landhelginnar
hafa þjóðir heims orðið sér þess frekar meðvit-
andi en áður, að það er á þeirra ábyrgð að
vernda fiskstofna þá er þeir hafa yfir að ráða
gegn ofveiði. Af þessu hefur leitt að hámarks-
kvótar hafa verið settir á veiðar á mörgum af
helstu fiskimiðum heims.
2. Mikilvægir nytjafiskstofnar hafa annað hvort
ekki náð sér á nýjan leik, eða sýna merki þess
að þeir séu ofveiddir. Meðal þessara stofna eru
t.d. síldarstofnar Evrópu og Suður-Afríku.
3. Mikið óöryggi ríkir víða vegna ólíkra pólitískra
viðhorfa þjóða. Má þar nefna hinar stöðugu
viðræður innan Efnahagsbandalagsríkjanna
sjálfra um nýtingu landhelgi hinna einstöku
ríkja og eins eru leyfisveitingar fyrir fiskveiðum
oftar en ekki tengdar pólitískum ákvörðunum,
og eru Bandaríkin og Sovétríkin skýrasta
dæmið þar um, en Sovétmenn misstu að mestu
leyti leyfi sín til að stunda fiskveiðar við
Norður-Ameríku eftir innrásina í Afganistan.
Ennfremur gerir öll sú skriffinnska sem óhja-
kvæmilega fylgir kvótum og leyfisveitingum.
mönnum ekki auðveldar fyrir, við að koma i
notkun og fullnýta þá fiskveiðiflota sem mörg
lönd hafa yfir að ráða.
Þeir erfiðleikar og takmarkanir sem hér hafa
verið tíndir til, og sjávarútvegur margra landa á við
að búa, mun mjög líklega leiða til þess að áður van-
nýttir og síður þekktir fiskstofnar, sem er að finna
á hafsvæðum er 200 sjómílna landhelgi nær ekki
til, munu verða betur nýttir og þá einkum af
fiskveiðiflotum Evrópuþjóða.
Á s.l. ári jókst verslun í heiminum með sjávar-
afurðir allverulega. Vegna versnandi stöðu dollars
var Evrópumarkaðurinn eftirsóknarverðari, sér-
staklega fyrir fiskframleiðendur þess heimshluta.
en gert er ráð fyrir að það bil eigi eftir að minnka
á þessu ári. Birgðir af frosnum fiskafurðum, s.s-
þorski, ýsu, karfa og flatfiski voru yfirleitt full'
nægjandi á öllum helstu fiskmörkuðum heims.
Markaðshorfur á þessu ári eru í stuttu máli á Þa
leið, að alheimsverðbólga, samfara hækkandi orku-
kostnaði og hámarksveiðikvótum mun hafa þaU
áhrif að verð á sjávarafurðum mun fara hækk-
andi. Þrátt fyrir minnkandi leyfilegan hámarks-
afla í Evrópu, munu birgðir að mestu vera næg1'
legar. Einhver hreyfing verður frá frosinni þorsk-
blokk yfir í verkaðan fisk, aðallega saltfisk og
skreið, en samt ættu þorskbirgðir að haldast nokkuð
stöðugar, þar sem þorskblokk seld á Bandaríkja'
markaði mun hækka og verðmismunurinn á mil)1
Evrópu og Bandaríkjanna þar með fara minnkandi-
Meira framboð verður á ýsu og flatfiski frá Kanada
og fslandi, en heimsmarkaðsverð mun haldast
stöðugt fyrir þessar afurðir.
í fyrra tóku síldarframleiðendur í Vestur-Evróp11
við öllu því magni af síld sem hægt var að fá ira
Skandinavíu og Kanada, en það leiddi til þess, a
birgðir voru minni en þekkst hefur áður, og Þ°
einkum af frosinni síld í Kanada, en síldveiðar
Kanadamanna gengu ekki eins vel og reiknað hatð1
verið með. f
Á fyrstu mánuðum þessa árs veiddist mikið a
síld í Eystrasalti, en það dugir ekki til að vega upP
á móti þeim skorti sem gerði vart við sig á s.l. arl-
478 — ÆGIR