Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1980, Blaðsíða 32

Ægir - 01.09.1980, Blaðsíða 32
þeirra að magni til um 15% og að verðmæti um 31%, en stór hluti þessarar aukningar er dýr sjáv- arvara s.s. rækjur og hrogn. Samkvæmt endanlegum tölum frá því í mars á þessu ári, þá hefur heimsframleiðslan á fiskimjöli aukist úr 4,6 milljónum tonna 1978, í 4,9 milljónir tonna á s.l. ári. Aukningin stafar aðallega af betri skítfiskafla i Perú og Chile, t.d. meira en tvö- faldaðist sardínuafli Chilebúa á s.l. ári og varð alls 1,6 milljón tonn. í fyrra jókst alþjóðleg verslun með fiskmjöl um 10%, miðað við 1978, og varð alls tæplega 2,3 milljónir tonna að verðmæti rúm- lega 1.000 milljónir U.S.S. Á þessu ári er gert ráð fyrir smávægilegri aukningu á fiskimjölsframleiðslu í heiminum, en ólíklegt er að sú aukning eigi eftir að koma fram í útflutningsversluninni, þar sem birgðir eru nú minni en oft áður í stærstu út- flutningslöndum þessarar framleiðslu, s.s. Perú. Noregi og Suður-Afriku. Þegar horft er til lengn tíma, þá er talið mjög ólíklegt að fiskimjöls- framleiðsla heimsins eigi eftir að aukast héðan í fra. þar sem stjórnvöld flestra landa leggja sífellt meiri áherslu á að allur fiskur sem veiðist, sé ætlaður til manneldis. Japan og Sovétríkin hafa verið stærstu framleiðendur fiskimjöls fram til þessa, vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í fiskveiðum þessara stórvelda á hafinu, munu þau tæplega vera fær um að sinna eftirspurninni á sínum heimamörkuðurn- Heimsmarkaðsverð á fiskimjöli mun í mjög na- inni framtíð verða fyrir miklum áhrifum vegna hækkandi vaxta og orkukostnaðar, en verð á fiski- mjöli hefur þegar hækkað um 20% á heimsmarkað- inum frá því í október í fyrra og þar til í apríl i vor. B.H. Nor-Fishing 1980 Framhald af bls. 477. ostrueldi í hinum kaldtempraða sjó Noregs, en ostureldi er fyrir löngu háþróað í Japan og fleiri löndum. Svo langt sem þessar tilraunir hafa náð, lofa þær góðu, og gera menn í Austevoll fastlega ráð fyrir að fiskeldisbændur taki upp ostrueldi innan tíðar. í beinum tengslum við fiskeldistilraunastöðina í Austevoll er starfræktur fiskimanna- og fiskeldis- skóli, þar sem milli 80 og 90 nemendur stunda nám að jafnaði, og er meirihluti nemendanna í fiskeldis- náminu, aðeins um 10 útskrifast árlega frá fiski- mannaskólanum. Felstir nemendanna er í þennan skóla setjast eru um 16 ár að aldri, þ.e. hafa lokið grunnskólanum, en fræðslulöggjöf Norðmanna er í öllum aðalatriðum mjög lík þeirri sem Alþingi okkar samþykkti á s.l. vetri. Nemendur fiskmanna- deildarinnar eru fyrst í einn vetur, en að honum lokn- um tekur við tveggja ára tímabil til sjós við verklega þjálfun. Að því tímabili liðnu, setjast þeir í seinni bekkinn og úr honum útskrifast þeir með fiskiskip- stjórapróf sem gefur full réttindi þegar tilskildum siglingtíma er náð. Fiskeldisskólinn er þriggja vetra nám. Geta nem- endur fyrsta bekkjar fiskimannaskólans sest í annan bekk hans, að afloknum fyrsta vetrinum, ef þeir vilja. Þessi skóli er í næsta nágrenni við fiskeldistilrauna- stöðina þarna, og vinna þessar tvær stofnanir náið saman. Eru margir af vísindamönnum fiskeldistil- raunastöðvarinnar jafnframt fastir kennarar við skólann og aðrir halda þar fyrirlestra. Allstór hluti námsins fer fram í sjálfri fiskeldistilraunastöðinm við verklega þjálfun og eins fylgjast nemendurnir með öllum þeim verkefnum sem þar er unnið að. Er greinilegt af öllum athöfnum Norðmanna 1 fiskeldismálum, að þeir hafa mikla trú á framtíð þeirra og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að styðja við þennan unga iðnað sinn, þannig að hann megi blómstra og dafna sem best. -BH Leiðrétting. í grein Helga Laxdal, ,,World Fishing 80 sóH heim“, sem birtist í síðasta tölublaði Ægis, 8 tb • 1980, kom fram meinleg villa á bls. 425. Málsgre'n sú er hér um ræðir hljóðar svo eftir leiðréttingu- SM-600 getur sýnt í einu á litaskjánum stefm1- hraða og stað níu endurvarpa, sem geta verið fr*1 fiskitorfum, skipum eða öðru því sem endurvarpn’- Útsending SM-600 er frábrugðin útsendingum f°r vera hans frá Simrad að því leyti, að hann sendn út 17 sjálfstæða geisla, sem hver tekur yfir 5°- samans tekur ein útsending 85° en aðrir sónara' frá Simrad hafa sent út í einum geisla. 480 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.