Ægir - 01.09.1980, Blaðsíða 56
Talstöð: Sailor T 126/ R 106, 400 W SSB.
Örbylgjustöð: Sailor RT-143, 55 rása (duplex)
Örbylgjustöð: Sailor RT 144B, 55 rása (simplex)
Veðurkortamóttakari: Simrad NF.
Sjóhitamælir: Örtölvutækni.
Vindmælir: Thomas Walker, vindhraðamælir.
Auk ofangreindra tækja er kallkerfi frá Steen
Hansen, Sailor R 114 vörður, Sailor R 109 mót-
takari og Lafayette örbylgjuleitari.
Aftast í stýrishúsi eru stjórntæki fyrir togvindur,
grandaravindur, hífingavindur, flotvörpuvindu og
netsjárvindu. í vindustjórnklefa eru stjórntæki fyr*r
sömu vindur nema netsjárvindu. Fyrir togvíra eru
átaks- og vírlengdarmælar frá Promaco A/S, sem
nota má bæði fyrir botnvörpu- og flotvörpuveiðar.
með aflestri bæði í stýrishúsi og vindustjórnklefa.
Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna: Einn 6
manna DSB slöngubát með 15 ha utanborðsvél, tvo
10 manna ogeinn 6 manna Vikinggúmmíbjörgunar-
báta, Callbuoy neyðartalstöð, Simrad PD 2 (VHF)
neyðartalstöð, Simrad CSIN neyðarbauju og reyk-
köfunartæki.
ÁTÆKJAMARKAÐNUM
Wesmar TSN10
Gervitunglamóttakari
í byrjun september var kynntur hér á landi nýr
gervitunglamóttakari frá bandaríska fyrirtækinu
Wesmar og fór kynningin fram hjá umboðsmanni
Wesmar hér á landi. Gervitunglamóttakari þessi
nefnist TSN10 og mun eitt slíkt tæki fljótlega verða
sett í íslenzkt skip til reynzlu, en það er eitt af kaup-
skipum Hafskips h/f, m/s Selá.
Staðarákvörðun sem byggir á móttöku merkja frá
gervitunglum, (Transit gervitunglakerfið) var upp-
haflega þróað í Bandaríkjunum til notkunar í
hernaði og var tekið í notkun 1964. Arið 1967 var
Transit-kerfið hins vegar tekið í notkun fyrir al-
menna umferð. Kerfið byggir á fimm gervitunglum
en til viðbótar var fyrirhugað að senda tvö tungl
upp árið 1980. Tungl þessi fara yfir pólana og
hringsóla í 1065 km hæð og brautir þeirra mynda
einskonar fuglabúr umhverfis jörðu sem snýst í því
(mynd 1). Umferðartími hvers gervitunglserum 107
mínútur og þau senda út á tveimur tíðnum, 150 og
400 MHz. Gervitunglakerfið notar svonefnt „Doppl-
ereffekt,“ sem byggir á því að bylgjutíðni sem er
móttekin er háð því hvernig móttakandi og send-
andi, sem sendir út á fastri tíðni, hreyfast innbyrðis.
Ef stefna og hraði beggja aðila er þekktur, ásamt
staðsetningu sendanda, er unnt með endurteknum
sendingum og útreikningum að ákvarða staðarlínur
móttakanda.
Sérstakar stöðvar á jörðu niðri fylgjast með ferð-
um gervitunglanna og reikna út væntanlega spof'
bauga þeirra og senda þær upplýsingar til tungl'
anna á 12 tíma fresti. þessar endurnýjuðu upplýs'
ingar senda tunglin síðan út fyrir móttökutæku1
að vinna úr. Hver sending gervitungls varir í 11,11
tvær mínútur og í upphafi og enda þess tímabib
sendir tunglið upplýsingar um staðsetningu sina-
Ein sending ásamt stefnu og hraða skips nægir til
að ákveða eina staðarlínu, en útsendingar tungl'
anna koma með 2ja mínútna millibili og ný hna
fæst í hvert skipti.
Vegna legu brautanna gagnvart stöðum á jörðu
niðri fæst staðarákvörðun á um 40 mínútna fresti
á háum breiddargráðum, en á lágum breiddargráð-
Mynd I. Brautir gervitunglanna mynda einskonar fuglabúr u>
Itverfis jöröu.
504 ÆGIR