Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1980, Qupperneq 56

Ægir - 01.09.1980, Qupperneq 56
Talstöð: Sailor T 126/ R 106, 400 W SSB. Örbylgjustöð: Sailor RT-143, 55 rása (duplex) Örbylgjustöð: Sailor RT 144B, 55 rása (simplex) Veðurkortamóttakari: Simrad NF. Sjóhitamælir: Örtölvutækni. Vindmælir: Thomas Walker, vindhraðamælir. Auk ofangreindra tækja er kallkerfi frá Steen Hansen, Sailor R 114 vörður, Sailor R 109 mót- takari og Lafayette örbylgjuleitari. Aftast í stýrishúsi eru stjórntæki fyrir togvindur, grandaravindur, hífingavindur, flotvörpuvindu og netsjárvindu. í vindustjórnklefa eru stjórntæki fyr*r sömu vindur nema netsjárvindu. Fyrir togvíra eru átaks- og vírlengdarmælar frá Promaco A/S, sem nota má bæði fyrir botnvörpu- og flotvörpuveiðar. með aflestri bæði í stýrishúsi og vindustjórnklefa. Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna: Einn 6 manna DSB slöngubát með 15 ha utanborðsvél, tvo 10 manna ogeinn 6 manna Vikinggúmmíbjörgunar- báta, Callbuoy neyðartalstöð, Simrad PD 2 (VHF) neyðartalstöð, Simrad CSIN neyðarbauju og reyk- köfunartæki. ÁTÆKJAMARKAÐNUM Wesmar TSN10 Gervitunglamóttakari í byrjun september var kynntur hér á landi nýr gervitunglamóttakari frá bandaríska fyrirtækinu Wesmar og fór kynningin fram hjá umboðsmanni Wesmar hér á landi. Gervitunglamóttakari þessi nefnist TSN10 og mun eitt slíkt tæki fljótlega verða sett í íslenzkt skip til reynzlu, en það er eitt af kaup- skipum Hafskips h/f, m/s Selá. Staðarákvörðun sem byggir á móttöku merkja frá gervitunglum, (Transit gervitunglakerfið) var upp- haflega þróað í Bandaríkjunum til notkunar í hernaði og var tekið í notkun 1964. Arið 1967 var Transit-kerfið hins vegar tekið í notkun fyrir al- menna umferð. Kerfið byggir á fimm gervitunglum en til viðbótar var fyrirhugað að senda tvö tungl upp árið 1980. Tungl þessi fara yfir pólana og hringsóla í 1065 km hæð og brautir þeirra mynda einskonar fuglabúr umhverfis jörðu sem snýst í því (mynd 1). Umferðartími hvers gervitunglserum 107 mínútur og þau senda út á tveimur tíðnum, 150 og 400 MHz. Gervitunglakerfið notar svonefnt „Doppl- ereffekt,“ sem byggir á því að bylgjutíðni sem er móttekin er háð því hvernig móttakandi og send- andi, sem sendir út á fastri tíðni, hreyfast innbyrðis. Ef stefna og hraði beggja aðila er þekktur, ásamt staðsetningu sendanda, er unnt með endurteknum sendingum og útreikningum að ákvarða staðarlínur móttakanda. Sérstakar stöðvar á jörðu niðri fylgjast með ferð- um gervitunglanna og reikna út væntanlega spof' bauga þeirra og senda þær upplýsingar til tungl' anna á 12 tíma fresti. þessar endurnýjuðu upplýs' ingar senda tunglin síðan út fyrir móttökutæku1 að vinna úr. Hver sending gervitungls varir í 11,11 tvær mínútur og í upphafi og enda þess tímabib sendir tunglið upplýsingar um staðsetningu sina- Ein sending ásamt stefnu og hraða skips nægir til að ákveða eina staðarlínu, en útsendingar tungl' anna koma með 2ja mínútna millibili og ný hna fæst í hvert skipti. Vegna legu brautanna gagnvart stöðum á jörðu niðri fæst staðarákvörðun á um 40 mínútna fresti á háum breiddargráðum, en á lágum breiddargráð- Mynd I. Brautir gervitunglanna mynda einskonar fuglabúr u> Itverfis jöröu. 504 ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.