Ægir - 01.09.1980, Blaðsíða 57
Urn á um 100 mínútna fresti. Milli móttekinna
sendinga frá gervitungli eru .hraði og stefna skips
n°tuð til að reikna út staðsetningu.
^ynd 2 sýnir Wesmar TSN10 móttakarann
°§ koma upplýsingarnar fram sem ljóstölur í
tVeimur gluggum. Með valstilli er mögulegt að fá
* »Pör“ af upplýsingum sem eru:
') Greenwich meðaltími (í klukkustundum,
mínútum og sekúndum) og dagsetning (dag-
setning, mánuður, ár).
2) Staðsetning skips (lengd og breidd).
3) Leiðarreikningstími (klukkustund og mínút-
ur frá síðustu móttekinni sendingu) og tíma-
setning næstu móttöku.
Merkjastyrkleiki móttekinnar gervitungla-
sendingar, (skali frá 0-100) og tíðnifrávik
gervitungls, þ.e. upplýsingar um hvort mót-
taka er nýbyrjuð, við miðbik eða að enda.
5) Stefna og hraði straums.
6) Réttvísandi stefna skips og sigldur hraði.
Stórbaugsstefna og vegalengd til ákvörðun-
arstaðar, sem stilltur er inn á tækið, eða
milli tveggja ákvörðunarstaða. Val á allt að
níu ákvörðunarstöðum.
^) Kompáslína og vegalengd til ákvörðunar-
staðar, senr stilltur er inn á tækið, eða milli
tveggja ákvörðunarstaða. Val á allt að níu
ákvörðunarstöðum.
^) Stýrð stefna (segul) og áætluð tímalengd til
ákvörðunarstaðar miðað við gildandi hraða
og straumskilyrði.
*®) Upplýsingar um númer ákvörðunarstaðar og
breidd og lengd.
") Loftnetshæð í metrum yfir sjávarborði og
misvísun.
í]rid 2. IVesmar TSNI0 gervilunglamótiakari.
Wesmar TSNI0 hefur móttökutíðni 400 MHz og
nákvæmni móttöku er uppgefin 0.05 sml (um lOOm)
miðað við kyrrstöðu, en til viðbótar má reikna með
0.2 sml fyrir hverja eins hnúta ganghraðaskekkju
skips. Tenging móttakarans er möguleg bæði við
gyroáttavita og seguláttavita, en að auki tengist
móttakarinn við vegmæli.
í upphafi, eftir að hafa sett inn í móttakarann
upplýsingar um grófa staðsetningu og Greenwich
meðaltíma (GMT) sér móttakarinn sjálfvirkt um
að gefa staðsetningu út frá móttöku frá gervitungl-
um svo og leiðarreikninga. Sérstakt minni með
klukku varðveitir upplýsingar um GMT og stað-
setningu ákvörðunarstaða þegar slökkt er á mót-
takaranum (í höfn) eða þegar straumrof verður.
Móttakarinn er búinn fimm aðvörunarljósum, sem
gefa bæði til kynna, þegar skipið nálgast ákvörð-
unarstað (gult, grænt, rautt), og hvort móttaka
sendingar frá gervitungli er möguleg eður ei (grænt,
rautt).
Sem viðbótarbúnað, tengdan móttakaranum, býður
Wesmar AP 1100 sjálfstýringu (mynd 3), sem fyrir-
tækið framleiðir. Eins og fram hefur komið er mögu-
leiki að hafa allt að níu punkta (ákvörðunarstaði) í
minni móttakarans. Þegar AP 1100 sjálfstýringin er
tengd TSN10 móttakaranum og sjálfstýringin stillt á
,,auto nav“ verður sjálfkrafa stefnubreyting þegar
komið er á ákvörðunarstaði. Einnig má nefna að
unnt er að fá sem viðbótarbúnað sérstakan skrifara
sem varðveitir upplýsingar á pappír.
Umboð hér á landi fyrir Wesmar hefur Skipa-
tæki h/f, Reykjavík og skv. upplýsingum umboðs-
ins er verð á TSN10 gervitunglamóttakara US
$ 8.500, eða miðað við gengi um miðjan september
um 4.4 mill. ísl. kr. f.o.b. Verð á skrifara er
US $ 1.500 eða um 770 þús. ísl. kr. f.o.b.
Mynd 3. Wesmar AP 1100 sjálfstýring.
ÆGIR — 505