Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1980, Blaðsíða 26

Ægir - 01.09.1980, Blaðsíða 26
Eldiskerin í fiskrœklarlilraunaslöðinni a evjunni Austevoll. Fiskræktartilraunastöðin í Austevoll Ákveðið var að heimsækja fiskræktartilraunastöð- ina á Austevoll á leiðinni til baka frá Þrándheimi. Eyjan Austevoll er í skerjagarðinum, um einnar klukku- stundar siglingu með smábát frá Bergen. Fiskræktar- stöð þessi er rekin af norska ríkinu og starfar í mjög nánu sambandi við fiskeldisiðnaðinn í landinu. Er mikið um það að fiskeldisbændur komi þangað til að fá leyst úr vandamálum þeim er þeir eiga við að stríða á líðandi stund, en þau eru margvísleg og ber þar hæst erfiðleika varðandi allskyns fisksjúk- dóma og fóðurgjöf. Einnig eru framkvæmdar marg- víslegar tilraunir fyrir fiskeldisiðnaðinn og er reynt eftir megni að leysa hvers manns vanda, en í stöðinni vinna milli 20 og 30 manns að staðaldri. Af þeim fjölmörgu verkefnum sem þarna er glímt við, ereitt hið stærsta og það sem einna mest áhersla hefur verið lögð á, að reyna að finna sem hagkvæmasta og hollasta samsetningu fóðurs handa eldisstöðvunum, en sjálf framleiðir stöðin, eða blandar, allt það fóður sem hún notar. Mikið góðæri hefur ríkt hjá fiskeldisbændum í Noregi undanfarin ár, og er sem dæmi um það, að stofnkostnaður flestra fiskeldisstöðvanna hefur þegar verið greiddur upp. Hefur verðið á fiskeldis- afurðum þeirra verið það hátt að undanförnu, að ævintýri er líkast. Er af mörgum álitið að það verð sem greitt hefur verið á þessu ári sé óraunhæft og eigi eftir að falla eitthvað smávegis, en aftur á móti sé hrun markaðarins útilokað. Meðan menn bíða þess hvernig markaðnum reiði af, hefur öllum leyfis- veitingum fyrir nýjar fiskeldisstöðvar verið hætt í bili og vilja menn sjá til hvort markaðurinn þolir öllu meira, en aukning eldis hjá þeim er þegar stunda þennan atvinnuveg er allveruleg. Á sl. ári var komið á fót sérstöku sölusambandi fyrir fiskeldistöðvar í landinu og eru því skýrslur þar að lútandi í fyrsta skipti allnákvæmar um magn og verð þessarar framleiðslu. Þar kemur fram að slátr- að var 4.142 tonnum af laxi að verðmæti rúmlega 163 milljónir N.kr. (16.789.000.000 ísl kr.) og sam- svarandi tölur fyrir regnbogasilung voru 2.690 tonn að verðmæti 54 milljónirN.kr. (5.562.000.000 ísl.kr) Samtals gerir þetta 6.832 tonn að verðmæti 22.351.000.000 ísl.kr. og kom fiskurinn frá 210 fisk- eldisstöðvum. 90 til 95% af laxinum var fluttur út, og voru helstu markaðslönd fyrir hann Vestur- Þýskaland, Danmörk og England. Af regnboga- silungi var flutt út 25% af framleiðslunni og voru helstu markaðslönd hans Svíþjóð, V.-Þýskaland og Frakkland. Regnbogasilungurinn seldist á góðu verði. þ° langt sé frá því að hann hafi búið við eins hagstæú markaðskilyrði og laxinn. Á þessu ári er áætlað að laxframleiðslan komi til með að aukast upp í 5.000 tonn og að regnbogasilungurinn fari vel yfir 3.000 tonn. Á árinu 1981 er reiknað með að laxafram- leiðslan verði kominn upp í um 8.000 tonn, en ekk1 er gert ráð fyrir neinu auknu regnbogasilungseldi a því ári. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli manna varðandi fiskeldistilraunastöðina í Austevoll, er hm fjölbreytta tilraunastarfsemi sem þar fer fram með sjávarfiska og skeldýr. Sem stendur leggja vísinda- mennirnir í Austevoll einna mesta áherslu á na- kvæmar rannsóknir og tilraunir með þorskinn. Ei þorskur alin í nokkrum girðingum og er hann a öllum aldursskeiðum, allt upp í golþorska sem notaðir eru til undaneldis. Vel virðist fara um þorska þá sem þarna eru aldir og afföll í algjöru lágmarkn heyrir til undantekninga ef þorskur finnst dauður. A hrygningartímabili þorsksins er hrognum hans safnað saman og nást allt að 4 kg á dag, en menn ern mjög ánægðir með að fá að jafnaði um 2/i millj°n hrogna á dag í þann hálfan annan mánuð sem hrygnmg stendur yfir. Til þess að ná þessu magni hefur stöðm um 100 hrygnur í eldi sem allar voru að sjá einstak- lega stórir og fallegir fiskar. Fyrstu 10 dagarnir af lífshlaupi þorskhrognanna eru þau viðkvæmust og afföllin mikil. Til að fleyta seið- unum yfir þetta tímabil, skiptir mestu máli að fa fram rétta samsetningu fóðurs fyrir þau. Til að afla fóðurs fyrir seiðin og sjávarfiskana hefur verið komið fyrir dælu mikilli í sjónum sem dael' 474 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.